Aron segist hættur í ClubDub Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 16:48 Brynjar Barkarson er hér til vinstri, en saman hafa hann og Aron myndað tónlistartvíeykið ClubDub, sem nú virðist liðið undir lok ef marka má færslu Arons. Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni. Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira