Þarf ekki að víkja úr dómsal: „Þegar þú drepst þá mun ég brosa“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 13:08 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maður sem er ákærður fyrir að hóta, móðga og smána konu, fyrrverandi maka sinn, með tölvupóstsendingum þarf ekki að víkja úr dómsal meðan konan gefur skýrslu fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels