Sláandi tölur: Kyrkingartökum og eltihrellum fer fjölgandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 19:03 Jenný Kristín Valberg segir kyrkingartök og eltihrelli færast í aukana. Vísir/Ívar Fannar Sláandi fjölda leitaði til Bjarkarhlíðar á síðasta ári vegna alvarlegs ofbeldis sem leitt getur til andláts að sögn teymisstýru. Hún segist óttast að raunveruleg tala fórnarlamba sé mun hærri, búið sé að normalísera ofbeldið. 758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira