Ísland með flest verðlaun í Andorra Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 16:31 Íslenski sundhópurinn á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Alls fékk hópurinn 40 verðlaun. Sundsamband Íslands Óhætt er að segja að íslenska sundlandsliðið hafi rakað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hópurinn fékk fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð og alls níu verðlaunum meira en í Möltu fyrir tveimur árum. Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun. Sund Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun.
Sund Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira