Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 14:11 Paul Doyle mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum. Facebook Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum. Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja. Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja.
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46