„Yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2025 11:54 Hrunakirkja í Hrunamannahreppi. Kirkjan.is Fjölmenn bænastund var haldin í Hrunakirkju í gærkvöldi vegna tíu ára drengs sem lést í slysi við Hvítá í fyrradag. Sóknarpresturinn segir stundina hafa verið áhrifaríka en margir finni nú til. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn. Hrunamannahreppur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn.
Hrunamannahreppur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira