Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 11:47 OKC vann vesturdeildina, með yfirburðum, og Shai-Gilgeous Alexander var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígis vestursins. Matthew Stockman/Getty Images Oklahoma City Thunder vann vesturdeild NBA og er á leið í úrslit eftir 4-1 sigur í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves, sem vannst með þrjátíu stiga 124-94 stórsigri í nótt. OKC er fyrsta liðið til að rústa fjórum leikjum í úrslitakeppninni og komast í úrslit, þar sem liðið verður það næstyngsta frá upphafi. OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið. NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Sjá meira
OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið.
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Sjá meira