Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:30 George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, er jafnframt fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands. Vísir/Stefán Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira