Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 15:55 Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir að maður ók inn í þvögu fólks í Liverpool í gær. AP/Jon Super Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45
Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46