Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 15:27 Háværar kröfur eru uppi um að norsk stjórnvöld láti þjóðarsjóð landsins sniðganga fyrirtæki sem stunda viðskipti á palestínskum landsvæðum sem Ísraelar hersitja. Vísir/EPA Meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins hafnar því að skipa olíusjóði landsins að sniðganga fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu á hernumdu svæðunum í Palestínu. Aðeins megi sniðganga fyrirtæki sem tengja megi beint við brot á alþjóðalögum. Stuðningssamtök Palestínumanna hafa kallað eftir því að norsk stjórnvöld beiti þjóðarsjóðnum til þess að setja þrýsting á Ísraelsmenn vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Alþjóðasakamáladómstóllinn lýsti hernám Ísraela á landi Palestínumanna ólöglegt í fyrra. Þessu hafnar meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins sem er nú í árlegri yfirferð sinni yfir störf olíusjóðsins. Hann telur að ekki sé hægt að leggja allsherjarbann við fjárfestingum sjóðsins í ísraelskum fyrirtækjum eða fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu á hernumdu svæðunum. „En ef við erum að tala um ákveðnar vörur, til dæmis fyrir eftirlit, sem eru framleiddar sérstaklega fyrir þarfir ísraelskra landtökumanna er það allt önnur saga,“ segir heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan nefndarinnar. Búist er við því að þingmenn greiði atkvæði um mögulega sniðgöngu eftir flokkslínum þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Útiloka þegar ellefu ísraelsk fyrirtæki Olíusjóðurinn átti hluti í 65 ísraelskum fyrirtækjum að andvirði um tveggja milljarða dollara við lok síðasta árs. Það er 0,1 prósent af heildarfjárfestingum sjóðsins sem er sá umsvifamesti í heimi. Margir líta því til stefnu hans um siðferðislegar fjárfestingar. Sjóðurinn útilokar nú þegar fjárfestingar í ellefu fyrirtækjum á þeim forsendum að þau taki þátt í hernámi Ísraelsmanna. Síðast bættist ísraeska bensínstöðvakeðjan Paz við þann lista fyrr í þessum mánuði. Yrði blátt bann lagt við fjárfestingum sjóðsins í fyrirtækjum sem stunda viðskipti á hernumdum svæðum þyrfti hann að selja milljarða dollara eignarhluti í stórum vestrænum fyrirtækjum. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Nvidia metið á 615 billjónir króna Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Íslensk framleiðsla sem endist Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Sjá meira
Stuðningssamtök Palestínumanna hafa kallað eftir því að norsk stjórnvöld beiti þjóðarsjóðnum til þess að setja þrýsting á Ísraelsmenn vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Alþjóðasakamáladómstóllinn lýsti hernám Ísraela á landi Palestínumanna ólöglegt í fyrra. Þessu hafnar meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins sem er nú í árlegri yfirferð sinni yfir störf olíusjóðsins. Hann telur að ekki sé hægt að leggja allsherjarbann við fjárfestingum sjóðsins í ísraelskum fyrirtækjum eða fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu á hernumdu svæðunum. „En ef við erum að tala um ákveðnar vörur, til dæmis fyrir eftirlit, sem eru framleiddar sérstaklega fyrir þarfir ísraelskra landtökumanna er það allt önnur saga,“ segir heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan nefndarinnar. Búist er við því að þingmenn greiði atkvæði um mögulega sniðgöngu eftir flokkslínum þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Útiloka þegar ellefu ísraelsk fyrirtæki Olíusjóðurinn átti hluti í 65 ísraelskum fyrirtækjum að andvirði um tveggja milljarða dollara við lok síðasta árs. Það er 0,1 prósent af heildarfjárfestingum sjóðsins sem er sá umsvifamesti í heimi. Margir líta því til stefnu hans um siðferðislegar fjárfestingar. Sjóðurinn útilokar nú þegar fjárfestingar í ellefu fyrirtækjum á þeim forsendum að þau taki þátt í hernámi Ísraelsmanna. Síðast bættist ísraeska bensínstöðvakeðjan Paz við þann lista fyrr í þessum mánuði. Yrði blátt bann lagt við fjárfestingum sjóðsins í fyrirtækjum sem stunda viðskipti á hernumdum svæðum þyrfti hann að selja milljarða dollara eignarhluti í stórum vestrænum fyrirtækjum.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Nvidia metið á 615 billjónir króna Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Íslensk framleiðsla sem endist Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Sjá meira