Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 27. maí 2025 13:01 Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Hestar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar