Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 08:55 Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir hafa verið afar góða mætingu á fundinn og ný stjórn með gott umboð. Það hafi verið um 230 manns á fundinum sem sé fjórfalt meira en á síðasta aðalfundi. „Þetta snýst miklu meira um stefnu og braut,“ segir Sæþór spurður hvort að það hafi verið smalað á fundinn til að koma Gunnari Smára Egilssyni frá sem formanni framkvæmdastjórnar. Sæþór segir marga félagsmenn langa að koma flokknum yfir þennan fimm prósenta þröskuld og inn á þing. Hópur fólks innan flokksins hafi strax eftir kosningar byrjað að ræða þessi mál og það séu nýir einstaklingar í málefna- og kosningastjórn. Sæþór segir margt hafa gengið vel í flokknum og nefnir að flokkurinn eigi vinsælasta borgarfulltrúann, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, auk þess sem þau reki fjölmiðil, Samstöðina. „Ég lærði að taka þátt hjá Eflingu og við erum með reglulega fundi sem virka mjög vel til að byggja upp grasrót og tengingu svo við getum gert verkefni,“ segir Sæþór og að það séu margir í flokknum sem vilji að þetta sé eflt innan flokksins. Það verði reglulegir félagsfundir svo hægt sé að skipta verkum í aðdraganda kosninga á næsta ári. Hann segir hingað til ekki hafa verið fundað reglulega, ekkert hafi verið á dagatali og ekki skýrt umboð. Mætingin hafi ekki verið góð. Sönnu ekki hafnað Sæþór segir bæði stofnendur í framkvæmdastjórn og hann sjálfur ekki geta tekið undir að Sönnu Magdalenu hafi verið hafnað á aðalfundinum. Sanna hafi verið endurkjörin pólitískur leiðtogi og hún sé formaður kosningastjórnar. „Með Gunnar, maður má vera formaður framkvæmdastjórnar í átta ár og þessi átta ár eru búin svo við þurftum að velja nýjan formann framkvæmdastjórnar,“ segir Sæþór um Gunnar Smára Egilsson og brotthvarf hans. Sæþór segir það auðvitað áhyggjuefni að félagar í flokknum hafi í kjölfar fundarins sagt sig úr honum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, hafa til dæmis bæði gert það. Þau hafa bæði skipað sæti á lista flokksins í kosningum og María Lilja starfað á Samstöðinni síðustu misseri. Hann segir ærið verkefni fram undan fyrir nýja forystu. „Við þurfum að sýna að þetta var gott val og að við getum leitt flokkinn. Ég held að það sé mjög lítið sem við getum sannað með texta eða orðum núna, við þurfum að sanna nýja stefnu, að við getum skilað árangri í borgarstjórnarkosningum á næsta ári og þingkosningu og stemningu inni í flokknum.“ Ekki kosið um stefnu Hann segir þessar breytingar innan flokksins ekki hafa áhrif á stefnu hans. Það hafi ekki verið kosið um stefnu flokksins, eða hugmyndafræði, heldur um hugmynd. „Það tekur tíma og athygli að byggja upp virka pólitík. Að mæta og hlusta á flokksfólk til að hafa gott andrúmsloft. Það var ekki nóg fyrir og mig langar að setja meiri athygli á það. Svo fólk í flokknum geti komið til að tengjast.“ Sæþór segir vinstri flokka hafa tapað um allan heim um árabil. Vinstri flokkar fengu verulega slæma kosningu í síðustu Alþingiskosningum og náðu til dæmis ekki inn á þing. Sæþór segir þetta ekki aðeins gilda um Ísland. Þetta sé líka að gerast í Bandaríkjunum og Bretlandi og Frakklandi. Hann hafi því viljað skoða hvað væri hægt að gera öðruvísi og það sé mjög algengt að slík skoðun leiði til átaka. Átökin þurfi ekki að vera öllum opinber Hann segir átök flokksins hingað til hafa verið opinber á spjallborði á netinu. Þar geti hver sem er tekið þátt og það sé opið öllum. Þetta sé umræðuspjall. Hann vilji breyta flokknum frá því að vera „netflokkur“ í að halda reglulega fundi og þessi umræða fari fram innanhúss. Það þurfi ekki að deila öllu með almenningi sem fari fram innan flokksins. Hann hefur mikla trú á því að hann geti náð að sannfæra kjósendur um að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Þau séu duglegt fólk. Það sé kannski erfitt akkúrat núna, vegna átakanna, en að hann hafi trú á því að þau geti sýnt í verki að þeim sé treystandi. Sæþór Benjamín er Bandaríkjamaður og fæddist þar en er í dag íslenskur ríkisborgari og tók upp nafnið Sæþór eftir að hann flutti hingað. „Mig langar að búa í alvöru samfélagi,“ segir Sæþór um það af hverju hann kom til Íslands. Hann hafi verið óánægður með Bandaríkin og eftir að hann hafi ferðast um Evrópu hafi hann séð að honum leist betur á samfélagið þar og samfélagsgerðina. Hann hafi svo hitt manninn sinn á Íslandi og ákveðið að flytja þangað. Spenntur fyrir Kína Nýlega fjallaði Sæþór Benjamín um það á Facebook-síðu sinni að hann hafi þegið boð í kínverska sendiráðið og rætt þar við sendiherrann, He Rulong, um samskipti Íslands og Kína. Sæþór með kínverska sendiherranum, He Rulong. Facebook Sæþór sagði árangur Kína innblásandi og að Íslendingar gætu lært „margt af því hvernig á að beisla framleiðsluafl þjóðarinnar til að nota til að bæta hag allra borgara“. „Það var spennandi að vera boðið,“ segir hann og að sem starfsmaður í Eflingu hafi hann fylgst með, sendiráðið sé við skrifstofuna. Hann hafi undanfarið fylgst náið með því sem sé í gangi í Kína hvað varðar uppbyggingu lestarkerfi og kjarnorkustöð. Hann hafi talað við sendiherrann og það sé hægt að læra mikið af þeim og öðrum svæðum í heiminum sem séu í hraðri uppbyggingu of nefndi, Sahel-svæðið og Víetnam. Það sé mikilvægt að skoða vel hvað gangi vel annars staðar þegar við mótum samfélagið og efnahaginn hjá okkur. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Sæþór talaði aðeins um að Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hafi ekki verið hafnað á fundinum. Hún hafi verið kjörin áfram í embætti innan flokksins. Leiðrétt klukkan 09:48 þann 26.5.2025. Sósíalistaflokkurinn Bítið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Hann segir hafa verið afar góða mætingu á fundinn og ný stjórn með gott umboð. Það hafi verið um 230 manns á fundinum sem sé fjórfalt meira en á síðasta aðalfundi. „Þetta snýst miklu meira um stefnu og braut,“ segir Sæþór spurður hvort að það hafi verið smalað á fundinn til að koma Gunnari Smára Egilssyni frá sem formanni framkvæmdastjórnar. Sæþór segir marga félagsmenn langa að koma flokknum yfir þennan fimm prósenta þröskuld og inn á þing. Hópur fólks innan flokksins hafi strax eftir kosningar byrjað að ræða þessi mál og það séu nýir einstaklingar í málefna- og kosningastjórn. Sæþór segir margt hafa gengið vel í flokknum og nefnir að flokkurinn eigi vinsælasta borgarfulltrúann, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, auk þess sem þau reki fjölmiðil, Samstöðina. „Ég lærði að taka þátt hjá Eflingu og við erum með reglulega fundi sem virka mjög vel til að byggja upp grasrót og tengingu svo við getum gert verkefni,“ segir Sæþór og að það séu margir í flokknum sem vilji að þetta sé eflt innan flokksins. Það verði reglulegir félagsfundir svo hægt sé að skipta verkum í aðdraganda kosninga á næsta ári. Hann segir hingað til ekki hafa verið fundað reglulega, ekkert hafi verið á dagatali og ekki skýrt umboð. Mætingin hafi ekki verið góð. Sönnu ekki hafnað Sæþór segir bæði stofnendur í framkvæmdastjórn og hann sjálfur ekki geta tekið undir að Sönnu Magdalenu hafi verið hafnað á aðalfundinum. Sanna hafi verið endurkjörin pólitískur leiðtogi og hún sé formaður kosningastjórnar. „Með Gunnar, maður má vera formaður framkvæmdastjórnar í átta ár og þessi átta ár eru búin svo við þurftum að velja nýjan formann framkvæmdastjórnar,“ segir Sæþór um Gunnar Smára Egilsson og brotthvarf hans. Sæþór segir það auðvitað áhyggjuefni að félagar í flokknum hafi í kjölfar fundarins sagt sig úr honum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, hafa til dæmis bæði gert það. Þau hafa bæði skipað sæti á lista flokksins í kosningum og María Lilja starfað á Samstöðinni síðustu misseri. Hann segir ærið verkefni fram undan fyrir nýja forystu. „Við þurfum að sýna að þetta var gott val og að við getum leitt flokkinn. Ég held að það sé mjög lítið sem við getum sannað með texta eða orðum núna, við þurfum að sanna nýja stefnu, að við getum skilað árangri í borgarstjórnarkosningum á næsta ári og þingkosningu og stemningu inni í flokknum.“ Ekki kosið um stefnu Hann segir þessar breytingar innan flokksins ekki hafa áhrif á stefnu hans. Það hafi ekki verið kosið um stefnu flokksins, eða hugmyndafræði, heldur um hugmynd. „Það tekur tíma og athygli að byggja upp virka pólitík. Að mæta og hlusta á flokksfólk til að hafa gott andrúmsloft. Það var ekki nóg fyrir og mig langar að setja meiri athygli á það. Svo fólk í flokknum geti komið til að tengjast.“ Sæþór segir vinstri flokka hafa tapað um allan heim um árabil. Vinstri flokkar fengu verulega slæma kosningu í síðustu Alþingiskosningum og náðu til dæmis ekki inn á þing. Sæþór segir þetta ekki aðeins gilda um Ísland. Þetta sé líka að gerast í Bandaríkjunum og Bretlandi og Frakklandi. Hann hafi því viljað skoða hvað væri hægt að gera öðruvísi og það sé mjög algengt að slík skoðun leiði til átaka. Átökin þurfi ekki að vera öllum opinber Hann segir átök flokksins hingað til hafa verið opinber á spjallborði á netinu. Þar geti hver sem er tekið þátt og það sé opið öllum. Þetta sé umræðuspjall. Hann vilji breyta flokknum frá því að vera „netflokkur“ í að halda reglulega fundi og þessi umræða fari fram innanhúss. Það þurfi ekki að deila öllu með almenningi sem fari fram innan flokksins. Hann hefur mikla trú á því að hann geti náð að sannfæra kjósendur um að kjósa flokkinn í næstu kosningum. Þau séu duglegt fólk. Það sé kannski erfitt akkúrat núna, vegna átakanna, en að hann hafi trú á því að þau geti sýnt í verki að þeim sé treystandi. Sæþór Benjamín er Bandaríkjamaður og fæddist þar en er í dag íslenskur ríkisborgari og tók upp nafnið Sæþór eftir að hann flutti hingað. „Mig langar að búa í alvöru samfélagi,“ segir Sæþór um það af hverju hann kom til Íslands. Hann hafi verið óánægður með Bandaríkin og eftir að hann hafi ferðast um Evrópu hafi hann séð að honum leist betur á samfélagið þar og samfélagsgerðina. Hann hafi svo hitt manninn sinn á Íslandi og ákveðið að flytja þangað. Spenntur fyrir Kína Nýlega fjallaði Sæþór Benjamín um það á Facebook-síðu sinni að hann hafi þegið boð í kínverska sendiráðið og rætt þar við sendiherrann, He Rulong, um samskipti Íslands og Kína. Sæþór með kínverska sendiherranum, He Rulong. Facebook Sæþór sagði árangur Kína innblásandi og að Íslendingar gætu lært „margt af því hvernig á að beisla framleiðsluafl þjóðarinnar til að nota til að bæta hag allra borgara“. „Það var spennandi að vera boðið,“ segir hann og að sem starfsmaður í Eflingu hafi hann fylgst með, sendiráðið sé við skrifstofuna. Hann hafi undanfarið fylgst náið með því sem sé í gangi í Kína hvað varðar uppbyggingu lestarkerfi og kjarnorkustöð. Hann hafi talað við sendiherrann og það sé hægt að læra mikið af þeim og öðrum svæðum í heiminum sem séu í hraðri uppbyggingu of nefndi, Sahel-svæðið og Víetnam. Það sé mikilvægt að skoða vel hvað gangi vel annars staðar þegar við mótum samfélagið og efnahaginn hjá okkur. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Sæþór talaði aðeins um að Sönnu Magdalenu Mörtudóttur hafi ekki verið hafnað á fundinum. Hún hafi verið kjörin áfram í embætti innan flokksins. Leiðrétt klukkan 09:48 þann 26.5.2025.
Sósíalistaflokkurinn Bítið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira