Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 20:53 Jacob Ondrejka skoraði tvö í kvöld, það seinna reyndist sigurmarkið vísir/Getty Úrslitin í fallbaráttu Seríu A réðust í kvöld þar sem þrjú lið reyndu að forða sér frá síðasta fallsætinu. Hið fornfræga lið Parma bjargaði sæti sínu í deildinni fyrir horn en Empoli féll. Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira