Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 21:46 Daði Berg skoraði tvö mörk í dag og var mjög góður í seinni hálfleik. vísir / anton brink Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira