Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. maí 2025 13:30 Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Félagasamtök Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun