Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2025 12:31 Oscar með Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Kærunefnd ákvað bara að þessi strákur þyrfti ekkert sérstakt skjól á Íslandi og tekur því ekki umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Hann fær ekki að leggja inn umsókn á Íslandi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars. „Það þýðir brottvísun í byrjun júní. Það er bara þannig. “ Vilja fresta brottvísun meðan dómstólar taki málið fyrir Helga Vala segir ákvörðun nefndarinnar endanlega á stjórnsýslustigi, en nú þurfi að óska eftir frestun réttaráhrifa hjá nefndinni, svo Oscar fái að vera hér meðan málið fer dómstólaleiðina. „Og vonað að hjá dómstólunum sé meiri mennska og minni vélvæðing en í stjórnsýslunni.“ Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Oscars.Vísir/Vilhelm Oscar hefur verið í fórstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Rætt var við þau Svavar og Sonju í síðasta mánuði, um mál Oscars: „Það er enginn þarna“ Helga Vala segir liggja fyrir beiðni barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum um að Oscar verði ekki sendur úr landi og til Kólumbíu, þar sem hans bíði ekkert. „Það er enginn til að taka á móti honum þar. Við vitum alveg hvað verður með Oscar í Bogotá. Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna. Barnaverndaryfirvöld úti eru búin að reyna að ná sambandi, og móðir hans er búin að senda erindi og óska eftir að hann fái skjól hér. Það virðist ekki duga til fyrir íslensk stjórnvöld, til þess að leyfa þessum dreng, sem mun ekki vera nein byrði á íslensku samfélagi, að vera hér.“ Næsta skref sé að fá flýtimeðferð hjá dómstólum, og vona að kærunefndin fallist á beiðni um frestun réttaráhrifa. „Ég held að það hljóti allir að sjá að þessi niðurstaða er bara efnislega röng,“ segir Helga Vala.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira