Steinn reistur við með eins konar blöðrum Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. maí 2025 23:10 Blöðrur voru notaðar til að lyfta steininum upp svo hægt væri að reisa hann við. Þorbergur Anton Pálsson Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins. Þó nokkrar framkvæmdir á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur standa yfir á Esjunni í dag og næstu daga. Steinn sem hefur legið á grúfu í Esjuhlíð síðan í byrjun apríl var reistur við í dag en á næstu dögum verður unnið að viðgerðum á brúnni yfir Mógilsá sem er á miðri leið upp Esjuna. Verkið hófst klukkan níu í morgun og lauk um klukkan fimm síðdegis. Þrátt fyrir drjúgan tímann sem það tók gekk allt vel að sögn Auðar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, og kúrir Steinninn nú aftur á þeim stað sem Esjufarar eru vanir. Auður stóð við Stein og kastaði mæðinni þegar fréttastofa náði sambandi við hana í morgun. „Vonandi tekst okkur að reisa hann við, við ætlum allavega að gera heiðarlega tilraun til þess. Við erum að ferja búnað upp til að hefja framkvæmdir.“ Verkið tók heilan vinnudag, frá níu í morgun til fimm síðdegis.Þorbergur Anton Pálsson Um þrír til sex unnu að því að reisa Steininn við. Sérfræðingar komu að störfum dagsins enda um flókna framkvæmd að ræða. „Við ætlum að reyna grafa aðeins bak við hann og búa til svona sæti fyrir hann. Síðan ætlum við að nota svona nánast eins og blöðru sem við blásum upp til að lyfta honum ofan í farið, ef við komum því undir hann. Síðan erum við með einhverjar talíur og alls konar verkfæri. Við ætlum að sjá hvað okkur tekst að gera.“ Svona lýsti Auður aðferðinni sem notuð var með góðum árangri í dag. Viðreisendurnir köstuðu mæðinni að verkinu loknu.Þorbergur Anton Pálsson Brúin yfir Mógilsá við Fossalaut er vel komin til ára sinna enda 30 ára gömul. Áætlað er að viðgerð á brúnn taki um fjóra daga. Þó nokkrir lögðu leið sína á Esjuna í dag og virtu framtakið fyrir sér. Esjan Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Þó nokkrar framkvæmdir á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur standa yfir á Esjunni í dag og næstu daga. Steinn sem hefur legið á grúfu í Esjuhlíð síðan í byrjun apríl var reistur við í dag en á næstu dögum verður unnið að viðgerðum á brúnni yfir Mógilsá sem er á miðri leið upp Esjuna. Verkið hófst klukkan níu í morgun og lauk um klukkan fimm síðdegis. Þrátt fyrir drjúgan tímann sem það tók gekk allt vel að sögn Auðar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, og kúrir Steinninn nú aftur á þeim stað sem Esjufarar eru vanir. Auður stóð við Stein og kastaði mæðinni þegar fréttastofa náði sambandi við hana í morgun. „Vonandi tekst okkur að reisa hann við, við ætlum allavega að gera heiðarlega tilraun til þess. Við erum að ferja búnað upp til að hefja framkvæmdir.“ Verkið tók heilan vinnudag, frá níu í morgun til fimm síðdegis.Þorbergur Anton Pálsson Um þrír til sex unnu að því að reisa Steininn við. Sérfræðingar komu að störfum dagsins enda um flókna framkvæmd að ræða. „Við ætlum að reyna grafa aðeins bak við hann og búa til svona sæti fyrir hann. Síðan ætlum við að nota svona nánast eins og blöðru sem við blásum upp til að lyfta honum ofan í farið, ef við komum því undir hann. Síðan erum við með einhverjar talíur og alls konar verkfæri. Við ætlum að sjá hvað okkur tekst að gera.“ Svona lýsti Auður aðferðinni sem notuð var með góðum árangri í dag. Viðreisendurnir köstuðu mæðinni að verkinu loknu.Þorbergur Anton Pálsson Brúin yfir Mógilsá við Fossalaut er vel komin til ára sinna enda 30 ára gömul. Áætlað er að viðgerð á brúnn taki um fjóra daga. Þó nokkrir lögðu leið sína á Esjuna í dag og virtu framtakið fyrir sér.
Esjan Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira