Sást ekki til sólar fyrir mýi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. maí 2025 20:02 Hér má sjá svipmyndir sem lýsa ástandinu á Mývatni á mánudag ágætlega. Vísir/skjáskot Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt. Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“ Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“
Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira