Sást ekki til sólar fyrir mýi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. maí 2025 20:02 Hér má sjá svipmyndir sem lýsa ástandinu á Mývatni á mánudag ágætlega. Vísir/skjáskot Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt. Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“ Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“
Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira