Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 11:33 Glódís Perla Viggósdóttir verður í Meistaradeildinni ásamt liðsfélögum sínum í Bayern á næsta tímabili. Hér er hún í leik við Arsenal í haust. Julian Finney/Getty Images Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu. Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira