Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2025 18:50 Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira