Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 14:08 Saga stillti sér upp fyrir ljósmyndarana í Cannes í glæsilegri ullarflík eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur fyrir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er. Ammar Abd Rabbo Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. Ástin sem eftir er, fjórða kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, fjallar um hjón sem eru að skilja og hversdagslíf fjölskyldu þeirra yfir fjórar árstíðir. Saga Garðars og Sverrir Guðnason leika hjónin í myndinn en auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir með hlutverk í myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi um helgina, þriðja myndin sem Hlynur sýnir á hátíðinni. Saga vakti verðskuldaða athygli á dreglinum, annars vegar klædd í sinnepsgulan kjól eftir Sigríði Ágústu og hælaskó frá Kalda og hins vegar í smart ullarkjól eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. Fréttastofa ræddi við Sögu eftir heimkomuna frá Cannes og hafði hún frá ýmsu að segja um þessa stærstu kvikmyndahátíð heims og Ástina sem eftir er. „Hættir ást að vera til eða breytir hún ekki bara um form?“ „Myndin er um fólk sem er að skilja. Við fáum að fylgjast með fjölskyldu yfir tvö ár takast á við þessar tilfinningar. Þetta er líka um það hvort ást veitthvað sem rennur til þurrðar. Hættir ást að vera til, breytir hún ekki bara um form?“ segir Saga um Ástina sem eftir er sem hún lýsir sem stórri og klassískri mynd. „Hlynur leggur ekki ofuráherslu á línulega frásögn og mér fannst ég skilja þessa mynd best þegar ég áttaði mig á því að hún er miklu meira um ástina og tilfinningu heldur en ákveðið drama í lífi fólks.“ Aðstandendur myndarinnar á rauða dreglinum um helgina. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og áhorfendur þurfi að koma að henni með opnum hug. „Kvikmyndalistin er svo margt en við erum oft vön því að það sé verið að fókusa á sögu eða flókið handrit með handritslegum snúningum. Þetta er ekki þannig mynd,“ segir hún. Snúist allt um að hreyfa við fólki Saga er menntuð leikkona en hefur á síðustu árum fyrst og fremst verið þekkt fyrir uppistand og grínleik. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort um stefnubreytingu væri að ræða hjá Sögu en hún segist ekki vera að færast fjær gríninu. „Hlynur sagði við mig einhvern tímann í ferlinu: ,Þetta er náttúrulega grínmynd.‘ Og það kom mér smá óvart en það verður að segjast að myndin er mjög fyndin. Það eru margar fyndnar senur í henni og hún er svolítíð súrrealísk. Hún leikur sér að mörkum raunsæis og súrrealisma,“ segir Saga. Munurinn á því að leika í skilnaðardrama eða fíflast með Steinda jr. sé í raun enginn: „Maður er að reyna að hreyfa við fólki og vera sannur í báðum tilfellum, þetta snýst allt um það.“ Líður jafnvel í hlíðunum og á tindinum „Þetta er stærsta kvikmyndahlutverk sem ég hef tekið að mér og að fá að fara á Cannes að sýna myndina í þessum aðalflokki heiðursfrumsýninga er toppur á einhverju fjalli,“ segir Saga. „Og nú er maður kominn aftur í hlíðarnar. Þar líður mér líka vel.“ Saga Garðars leyfði sér að vera stjarna á dreglinum enda ekki oft sem maður fer til Cannes. Cannes er án efa stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í heimi og mætir þangað gríðarlegur fjöldi kvikmyndagerðarfólks, blaðamanna og áhugamanna hvert ár. Saga lýsir því sem algjöru rugli að ganga rauða dregilinn umkringd ljósmyndurum. „Maður þurfti að stíga inn í einhverja stjörnuorku og leyfa sér að dvelja þar í smástund,“ segir Saga sem hugsaði: „Mögulega er þetta eina skiptið í lífinu sem ég fæ að fara á svona stóra hátíð með svona stóra og flotta mynd þannig ég ætla bara að njóta þess algjörlega í botn.“ „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga og samstarfsmenn hennar voru á sama hóteli og aðstandendur annarra mynda á aðaldagskránni. Hún fékk því bæði að sjá æsta aðdáendur í anddyrinu og Hollywood-leikara á göngunum „Það var alltaf fullt af fólki að bíða eftir því að sjá fræga,“ segir Saga. Aðdáendurnir hafi ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að haga sér þegar íslensku leikararnir komu niður en tóku oft eina mynd til öryggis ef ske kynni að frægir væru á ferð. Saga og félagar deildu síðan dreglinum með nýjustu mynd Wes Anderson, The Phoenician Scheme, sem er stjörnum hlaðin. Bill Murray og Snorri Helgason fylgjast með Sögu klöngrast í hælaskónna.Still Vivid/Anton „Þau komu öll á eftir okkur og þegar ég var á hótelinu að bograst við að setja á mig glænýja hælaskó, sem er ekki mín sterka hlið, þá sá ég Bill Murray í stiganum,“ segir hún. „Svo kom hann niður, staldraði við, setti höndina á öxlina á mér og sagði: ,You Look Great'. Það var geðveikt og ég hugsaði: ,Nú er ég búin að toppa mig algjörlega'.“ Að frumsýningunni lokinni hlutu aðstandendur Ástarinnar sem eftir er langt og mikið lófaklapp eins og venjan er á Cannes. Á síðustu árum hefur lófaklappið fengið sérstaka umfjöllun í dægurmiðlum og áhorfendur tvíeflst í klappinu. „Við vorum með níu mínútna lófaklapp og mér fannst það svo absúrd. Mér leið eins og kjána að standa þarna og brosa vandræðalega í níu mínútur,“ segir Saga. Þarf ekki fimmtán dýratemja, bara eina fjölskyldu Saga vill hrósa Hlyni Pálmasyni sérstaklega sem má segja að sé einn mest spennandi leikstjóri Evrópu um þessar mundir. „Hann er að gera allt öðruvísi myndir en allir aðrir. Hann er svo myndlistarþenkjandi í sínum myndum og mikið að vinna með tíma, náttúru og dýr,“ segir hún. „Menn, dýr og myndlist eru öll á jöfnu plani.“ Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022. Sérstaklega merkilegt sé að sjá hvernig hann noti dýr í myndum sínum. „Manni líður stundum eins og það séu fimmtán dýratemjarar að vinna við hverja mynd hjá honum. En svo eru þetta bara hann og börnin hans að halda utan um þetta,“ segir Saga. Hundurinn Panda eigi stórleik í myndinni og segir Saga að ótrúlegt hafi verið að fylgjast með Hlyni leikstýra hundinum og fá hann til að hlýða sér. Börnin hinar sönnu stjörnur Myndin er mjög persónuleg og nýtir Hlynur ýmislegt úr eigin lífi. „Hann skrifar ekki bara myndina og leikstýrir henni heldur tekur hana líka upp. Börnin hans leika börnin í myndinni, hundurinn hans leikur hundinn í myndinni, bíllinn hans er bíllinn í myndinni og myndlistin hans er myndlistin sem ég á að hafa málað í myndinni,“ segir Saga. Og Sverrir Guðna er? „Maðurinn hans Hlyns! Nei, djók,“ segir hún og hlær. Ingvar E. tók eina sjálfur af sér með aðalleikurum myndarinnnar, Sögu og Sverri. Hinar sönnu stjörnur myndarinnar séu hins vegar börn Hlyns. „Þau eru náttúrutalentar og hafa alist upp fyrir framan kvikmyndavélar. Þau er svo ótrúlega eðlileg og eiga allar bestu og fyndnustu senurnar,“ segir Saga. Komin úr franska súrrealismanum í íslenskan realisma Eftir helgi með stórstjörnunum er Saga snúin aftur í íslenskan realisma: „Byrjuð að ryksuga eldhúsið og þvo þvott.“ Meðan hún var enn úti í Frakklandi ræddi Saga við síðdegisútvarpið á Rás 2 og sagðist þar ekki geta beðið eftir því að koma heim til að steikja fisk og horfa á Barnaby ræður gátuna. Blaðamaður var því spenntur að vita hvort búið væri að steikja fisk eftir heimkomuna. „Ég eiginlega elda ekkert heima hjá mér en ég fylgist með manninum steikja fisk,“ segir Saga þá kímin. „En hann er náttúrulega bara búinn að grilla í góða veðrinu.“ Leikhópur og leikstjóri. Efri röð frá vinstri: Anders Mossling, Saga Garðarsdóttir, Hlynur Pálmason, Sverrir Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Í neðri röðinni eru systkinin Ída Mekkín, Þorgils og Grímur Hlynsrön Ástin sem eftir er verður ekki sýnd fyrr en síðsumars hérlendis, líklega í ágúst svo Íslendingar þurfa aðeins að bíða eftir henni. Næst á dagskrá hjá Sögu er hins vegar að skrifa nýtt uppistand, „reyna að vera fyndin“ og leika í leikritinu Innkaupapokanum, sem fékk fimm Grímutilnefningar á dögunum, sem heldur áfram í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Ástin sem eftir er, fjórða kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd, fjallar um hjón sem eru að skilja og hversdagslíf fjölskyldu þeirra yfir fjórar árstíðir. Saga Garðars og Sverrir Guðnason leika hjónin í myndinn en auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir með hlutverk í myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi um helgina, þriðja myndin sem Hlynur sýnir á hátíðinni. Saga vakti verðskuldaða athygli á dreglinum, annars vegar klædd í sinnepsgulan kjól eftir Sigríði Ágústu og hælaskó frá Kalda og hins vegar í smart ullarkjól eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur. Fréttastofa ræddi við Sögu eftir heimkomuna frá Cannes og hafði hún frá ýmsu að segja um þessa stærstu kvikmyndahátíð heims og Ástina sem eftir er. „Hættir ást að vera til eða breytir hún ekki bara um form?“ „Myndin er um fólk sem er að skilja. Við fáum að fylgjast með fjölskyldu yfir tvö ár takast á við þessar tilfinningar. Þetta er líka um það hvort ást veitthvað sem rennur til þurrðar. Hættir ást að vera til, breytir hún ekki bara um form?“ segir Saga um Ástina sem eftir er sem hún lýsir sem stórri og klassískri mynd. „Hlynur leggur ekki ofuráherslu á línulega frásögn og mér fannst ég skilja þessa mynd best þegar ég áttaði mig á því að hún er miklu meira um ástina og tilfinningu heldur en ákveðið drama í lífi fólks.“ Aðstandendur myndarinnar á rauða dreglinum um helgina. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og áhorfendur þurfi að koma að henni með opnum hug. „Kvikmyndalistin er svo margt en við erum oft vön því að það sé verið að fókusa á sögu eða flókið handrit með handritslegum snúningum. Þetta er ekki þannig mynd,“ segir hún. Snúist allt um að hreyfa við fólki Saga er menntuð leikkona en hefur á síðustu árum fyrst og fremst verið þekkt fyrir uppistand og grínleik. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort um stefnubreytingu væri að ræða hjá Sögu en hún segist ekki vera að færast fjær gríninu. „Hlynur sagði við mig einhvern tímann í ferlinu: ,Þetta er náttúrulega grínmynd.‘ Og það kom mér smá óvart en það verður að segjast að myndin er mjög fyndin. Það eru margar fyndnar senur í henni og hún er svolítíð súrrealísk. Hún leikur sér að mörkum raunsæis og súrrealisma,“ segir Saga. Munurinn á því að leika í skilnaðardrama eða fíflast með Steinda jr. sé í raun enginn: „Maður er að reyna að hreyfa við fólki og vera sannur í báðum tilfellum, þetta snýst allt um það.“ Líður jafnvel í hlíðunum og á tindinum „Þetta er stærsta kvikmyndahlutverk sem ég hef tekið að mér og að fá að fara á Cannes að sýna myndina í þessum aðalflokki heiðursfrumsýninga er toppur á einhverju fjalli,“ segir Saga. „Og nú er maður kominn aftur í hlíðarnar. Þar líður mér líka vel.“ Saga Garðars leyfði sér að vera stjarna á dreglinum enda ekki oft sem maður fer til Cannes. Cannes er án efa stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í heimi og mætir þangað gríðarlegur fjöldi kvikmyndagerðarfólks, blaðamanna og áhugamanna hvert ár. Saga lýsir því sem algjöru rugli að ganga rauða dregilinn umkringd ljósmyndurum. „Maður þurfti að stíga inn í einhverja stjörnuorku og leyfa sér að dvelja þar í smástund,“ segir Saga sem hugsaði: „Mögulega er þetta eina skiptið í lífinu sem ég fæ að fara á svona stóra hátíð með svona stóra og flotta mynd þannig ég ætla bara að njóta þess algjörlega í botn.“ „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga og samstarfsmenn hennar voru á sama hóteli og aðstandendur annarra mynda á aðaldagskránni. Hún fékk því bæði að sjá æsta aðdáendur í anddyrinu og Hollywood-leikara á göngunum „Það var alltaf fullt af fólki að bíða eftir því að sjá fræga,“ segir Saga. Aðdáendurnir hafi ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að haga sér þegar íslensku leikararnir komu niður en tóku oft eina mynd til öryggis ef ske kynni að frægir væru á ferð. Saga og félagar deildu síðan dreglinum með nýjustu mynd Wes Anderson, The Phoenician Scheme, sem er stjörnum hlaðin. Bill Murray og Snorri Helgason fylgjast með Sögu klöngrast í hælaskónna.Still Vivid/Anton „Þau komu öll á eftir okkur og þegar ég var á hótelinu að bograst við að setja á mig glænýja hælaskó, sem er ekki mín sterka hlið, þá sá ég Bill Murray í stiganum,“ segir hún. „Svo kom hann niður, staldraði við, setti höndina á öxlina á mér og sagði: ,You Look Great'. Það var geðveikt og ég hugsaði: ,Nú er ég búin að toppa mig algjörlega'.“ Að frumsýningunni lokinni hlutu aðstandendur Ástarinnar sem eftir er langt og mikið lófaklapp eins og venjan er á Cannes. Á síðustu árum hefur lófaklappið fengið sérstaka umfjöllun í dægurmiðlum og áhorfendur tvíeflst í klappinu. „Við vorum með níu mínútna lófaklapp og mér fannst það svo absúrd. Mér leið eins og kjána að standa þarna og brosa vandræðalega í níu mínútur,“ segir Saga. Þarf ekki fimmtán dýratemja, bara eina fjölskyldu Saga vill hrósa Hlyni Pálmasyni sérstaklega sem má segja að sé einn mest spennandi leikstjóri Evrópu um þessar mundir. „Hann er að gera allt öðruvísi myndir en allir aðrir. Hann er svo myndlistarþenkjandi í sínum myndum og mikið að vinna með tíma, náttúru og dýr,“ segir hún. „Menn, dýr og myndlist eru öll á jöfnu plani.“ Volaða land var frumsýnd í Cannes árið 2022. Sérstaklega merkilegt sé að sjá hvernig hann noti dýr í myndum sínum. „Manni líður stundum eins og það séu fimmtán dýratemjarar að vinna við hverja mynd hjá honum. En svo eru þetta bara hann og börnin hans að halda utan um þetta,“ segir Saga. Hundurinn Panda eigi stórleik í myndinni og segir Saga að ótrúlegt hafi verið að fylgjast með Hlyni leikstýra hundinum og fá hann til að hlýða sér. Börnin hinar sönnu stjörnur Myndin er mjög persónuleg og nýtir Hlynur ýmislegt úr eigin lífi. „Hann skrifar ekki bara myndina og leikstýrir henni heldur tekur hana líka upp. Börnin hans leika börnin í myndinni, hundurinn hans leikur hundinn í myndinni, bíllinn hans er bíllinn í myndinni og myndlistin hans er myndlistin sem ég á að hafa málað í myndinni,“ segir Saga. Og Sverrir Guðna er? „Maðurinn hans Hlyns! Nei, djók,“ segir hún og hlær. Ingvar E. tók eina sjálfur af sér með aðalleikurum myndarinnnar, Sögu og Sverri. Hinar sönnu stjörnur myndarinnar séu hins vegar börn Hlyns. „Þau eru náttúrutalentar og hafa alist upp fyrir framan kvikmyndavélar. Þau er svo ótrúlega eðlileg og eiga allar bestu og fyndnustu senurnar,“ segir Saga. Komin úr franska súrrealismanum í íslenskan realisma Eftir helgi með stórstjörnunum er Saga snúin aftur í íslenskan realisma: „Byrjuð að ryksuga eldhúsið og þvo þvott.“ Meðan hún var enn úti í Frakklandi ræddi Saga við síðdegisútvarpið á Rás 2 og sagðist þar ekki geta beðið eftir því að koma heim til að steikja fisk og horfa á Barnaby ræður gátuna. Blaðamaður var því spenntur að vita hvort búið væri að steikja fisk eftir heimkomuna. „Ég eiginlega elda ekkert heima hjá mér en ég fylgist með manninum steikja fisk,“ segir Saga þá kímin. „En hann er náttúrulega bara búinn að grilla í góða veðrinu.“ Leikhópur og leikstjóri. Efri röð frá vinstri: Anders Mossling, Saga Garðarsdóttir, Hlynur Pálmason, Sverrir Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Í neðri röðinni eru systkinin Ída Mekkín, Þorgils og Grímur Hlynsrön Ástin sem eftir er verður ekki sýnd fyrr en síðsumars hérlendis, líklega í ágúst svo Íslendingar þurfa aðeins að bíða eftir henni. Næst á dagskrá hjá Sögu er hins vegar að skrifa nýtt uppistand, „reyna að vera fyndin“ og leika í leikritinu Innkaupapokanum, sem fékk fimm Grímutilnefningar á dögunum, sem heldur áfram í Borgarleikhúsinu á næsta leikári.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira