Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar 21. maí 2025 10:01 Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hinsegin Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun