Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar 20. maí 2025 14:32 Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar