Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:30 Marko Arnautovic dapur á svip eftir að mark hans gegn Lazio var dæmt af. Getty/Severin Aichbauer Svo gæti farið að Inter og Napoli þurfi að spila hreinan úrslitaleik um ítalska meistaratitilinn í fótbolta, samkvæmt reglum sem samþykktar voru fyrir þremur árum, eftir dramatíska næstsíðustu umferð í gær. Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira