Átti Henderson að fá rautt spjald? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 08:00 Dean Henderson slær hér boltann frá Erling Haaland sem var við það að sleppa í gegn. Vísir/Getty Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik en þá sendi varnarmaðurinn Josko Gvardiol langan bolta fram á Erling Haaland. Dean Henderson markvörður Crystal Palace hikaði í úthlaupinu áður en hann rétti út höndina og blakaði boltanum burt frá Haaland. Snertingin átti sér augljóslega stað utan vítateigsins. VAR skoðaði atvikið en aðhafðist ekkert og sagði Henderson ekki hafa rænt Haaland augljósu marktækifæri. Það sem VAR tekur til greina þegar skera á úr um hvort um augljóst marktækifæri sé að ræða er fjarlægð frá markinu, í hvaða átt boltinn er að fara, hversu líklegt sé að sóknarmaður haldi eða nái stjórn á boltanum og loks staðsetning og fjöldi varnarmanna. Dean Henderson varði vítaspyrnu Omar Marmoush í leiknum.Vísir/Getty Handleiki markvörður knöttinn utan vítateigs þýðir það ekki sjálfkrafa rautt spjald og VAR skoðar aðeins hvort um sé að ræða brot sem verðskuldar rautt spjald. Þar sem boltinn var ekki á leið beint í átt að marki var úrskurður VAR að Henderson hefði ekki rænt Haaland augljósu marktækifæri en City hefði átt að fá aukaspyrnu við teiginn. „Burt með VAR“ Wayne Rooney var sérfræðingur í útsendingu BBC frá úrslitaleiknum og hann sagði í umfjöllun eftir leikinn að Dean Henderson hefði átt að fá rautt spjald í leiknum fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. „Þetta er rautt spjald, þetta er 100% rautt spjald. Erling Haaland er við það að fara framhjá honum og Dean Henderson sópar boltanum í burtu. Þetta er rautt spjald, hvernig getað þeir klikkað á þessu?“ sagði Rooney eftir leikinn. Pep Guardiola lenti í orðaskaki við Henderson eftir leik en spænski knattspyrnustjórinn var ósáttur með hve mikið leikmenn Crystal Palace töfðu í leiknum.Vísir/Getty Eftir að hann heyrði af úrskurði VAR sagði hann. „Burt með VAR. Þeir gerðu mistök og nú eru þeir að reyna að bjarga sér. Þetta er rautt spjald og það sjá það allir. Að koma svo með þetta bull...“ Annar fyrrum enskur landsliðsmaður var einnig sérfræðingur hjá BBC og hann sagði Henderson hafa verið heppinn. „Reglan snýst um að hann er að hlaupa í átt frá marki en Henderson er líka að stoppa augljóst tækifæri til að skora. Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik en þá sendi varnarmaðurinn Josko Gvardiol langan bolta fram á Erling Haaland. Dean Henderson markvörður Crystal Palace hikaði í úthlaupinu áður en hann rétti út höndina og blakaði boltanum burt frá Haaland. Snertingin átti sér augljóslega stað utan vítateigsins. VAR skoðaði atvikið en aðhafðist ekkert og sagði Henderson ekki hafa rænt Haaland augljósu marktækifæri. Það sem VAR tekur til greina þegar skera á úr um hvort um augljóst marktækifæri sé að ræða er fjarlægð frá markinu, í hvaða átt boltinn er að fara, hversu líklegt sé að sóknarmaður haldi eða nái stjórn á boltanum og loks staðsetning og fjöldi varnarmanna. Dean Henderson varði vítaspyrnu Omar Marmoush í leiknum.Vísir/Getty Handleiki markvörður knöttinn utan vítateigs þýðir það ekki sjálfkrafa rautt spjald og VAR skoðar aðeins hvort um sé að ræða brot sem verðskuldar rautt spjald. Þar sem boltinn var ekki á leið beint í átt að marki var úrskurður VAR að Henderson hefði ekki rænt Haaland augljósu marktækifæri en City hefði átt að fá aukaspyrnu við teiginn. „Burt með VAR“ Wayne Rooney var sérfræðingur í útsendingu BBC frá úrslitaleiknum og hann sagði í umfjöllun eftir leikinn að Dean Henderson hefði átt að fá rautt spjald í leiknum fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. „Þetta er rautt spjald, þetta er 100% rautt spjald. Erling Haaland er við það að fara framhjá honum og Dean Henderson sópar boltanum í burtu. Þetta er rautt spjald, hvernig getað þeir klikkað á þessu?“ sagði Rooney eftir leikinn. Pep Guardiola lenti í orðaskaki við Henderson eftir leik en spænski knattspyrnustjórinn var ósáttur með hve mikið leikmenn Crystal Palace töfðu í leiknum.Vísir/Getty Eftir að hann heyrði af úrskurði VAR sagði hann. „Burt með VAR. Þeir gerðu mistök og nú eru þeir að reyna að bjarga sér. Þetta er rautt spjald og það sjá það allir. Að koma svo með þetta bull...“ Annar fyrrum enskur landsliðsmaður var einnig sérfræðingur hjá BBC og hann sagði Henderson hafa verið heppinn. „Reglan snýst um að hann er að hlaupa í átt frá marki en Henderson er líka að stoppa augljóst tækifæri til að skora.
Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira