Viltu kynnast töfrum Taílands? Heimsferðir 19. maí 2025 10:52 Taíland hefur verið vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum undanfarin ár enda stórkostlegt land heim að sækja. Sérstakur kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. maí í Lions salnum Hlíðasmára 14 í Kópavogi og hefst hann kl. 16.30 og 17.30 (val um tvo tíma). Þar verður ferðin kynnt betur ásamt fleiri áfangastöðum eins og Víetnam, Balí og Mexíkó. Taíland er einstaklega spennandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytta og litríka menningu, stórkostlega náttúru, magnaða sögu og auðvitað einstaka matargerð sem er þekkt um allan heim. Heimsferðir munu bjóða upp virkilega spennandi ferð til Taílands dagana 24. nóvember til 7. desember þar sem óhætt er að lofa miklu ævintýri. „Það er ekki auðvelt að lýsa því hvað er svona heillandi við Taíland því það er svo ótal margt,“ segir Davíð Sigurþórsson fararstjóri ferðarinnar. Davíð Sigurþórsson er fararstjóri ferðarinnar. „Þar spila inn þættir eins og glaðvært fólk, litrík menning, hvað það er þægilegt að eiga í samskiptum við innfædda, ótrúlega falleg náttúra og svo auðvitað maturinn sem er í algjörum sérflokki.“ Algjör veisla fyrir bragðlaukana. Hann segir að á ferðalögum sínum um heiminn hafi hann aldrei kynnst eins miklum fjölbreytileika þegar kemur að matargerð eins og í Taílandi. „Að heimsækja taílenskan veitingastað er einstök upplifun og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Taílendingar eru ekki einn þjóðernishópur heldur margir og það endurspeglast svo sannarlega í matargerðinni.“ Davíð hefur starfað við fararstjórn undanfarin 20 ár sem köfunarleiðsögumaður hér á landi, þrammað á fjöll og gengið fáfarnar leiðir um Ísland með forvitnum ferðalöngum og leitt Íslendinga um undur og ævintýri Asíu. Taílenskur matur er svo sannarlega fjölrbreyttur, litfagur og góður. Davíð er menntaður í siðfræði og ferðamálum á Íslandi, í Svíþjóð og Víetnam og hefur leitt metnaðarfulla leiðangra um Balí, Víetnam, Kambódíu og Taíland auk þess að ferðast víðar um Asíu og gjörvallan hnöttinn. Galdur og fjölbreytileiki í bland Taíland er yndislegt land og býr yfir svo mögnuðum galdri og fjölbreyttum og ólíkum hliðum segir Davíð en hann bjó þar í landi í fjögur ár. „Í þessari ferð ætlum við að kanna menninguna í gegnum mat og drykk þjóðarinnar, skoða fáfarin jafnt sem stórfræg hof og hallir til að skilja söguna og nálgast menninguna enn betur með því að eiga náðugar stundir í sveitum og þorpum til að taka púlsinn á margskiptu samfélaginu.“ Og meira um matinn, er annað hægt? Íslendingar hafa kynnst taílenskri matargerð hér á landi og á ferðalögum undanfarin ár og ættu að þekkja vinsælustu réttina. „Það má segja að hvert landsvæði hafi sinn matarstíl og einkennisrétti,“ segir Davíð. „Í norðri má nefna khao soj súpuna, í suðri rækju carpaccio og gerjað karrí með svínakjöti. Í austur hluta landsins er Som Tam salatið í öll mál og í kringum höfuðborgina Bangkok má finna mildari og fínlegri rétti, til dæmis stropuð og kæst egg, svöluhreiðurssúpu, reykta kókoskássu í bambus, maura eggjahræru, fiðrildalirfur steiktar með kafírlaufi svo dæmi séu tekin af sérkennilegum en um leið dásamlegum mat.“ Hópurinn frá Heimsferðum fær að bragða á mörgum þessara rétta með heimsóknum á fína veitingastaði með dúkklæddum borðum, á fjörugum wok stöðum í kínahverfinu eða í einhverri skrítinni búllu í öngstræti. Ferðalangar kynnast ólíkum hlutum Taílands Í ferðinni verður farið yfir ansi stórt landsvæði, til að mynda vestur að landamærum Myanmar við Kanchanaburi, upp í norðrið til Chiang Mai, um Ayutthaya, sem er gamli höfuðstaður Siam og hina frábærlega klikkuðu höfuðborg landsins, Bangkok, sem verður skoðuð ofan í kjölinn. „Þessi flotta ferð er sett saman með það í huga að kynna fólki ólíka hluta þessa víðfeðma og margslungna lands. Markmið okkar er að færa ferðalanga nærri þjóðinni með því að velja smærri og öðruvísi gististaði og borða á lítt þekktum og stundum hálf földum einstökum veitingastöðum. Það er von okkar hjá Heimsferðum að ferðin gefi tækifæri til að sjá ögn undir yfirborðið og ferðast jafnt lárétt sem lóðrétt um bæði land og menningu og skilja fólkið og landið.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. maí í Lions salnum Hlíðasmára 14 í Kópavogi og hefst hann kl. 16.30 og 17.30 (val um tvo tíma). Þar verður ferðin kynnt betur ásamt fleiri áfangastöðum eins og Víetnam, Balí og Mexíkó. Boðið verður upp á léttar veitingar. Ferðalög Sólin Taíland Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Heimsferðir munu bjóða upp virkilega spennandi ferð til Taílands dagana 24. nóvember til 7. desember þar sem óhætt er að lofa miklu ævintýri. „Það er ekki auðvelt að lýsa því hvað er svona heillandi við Taíland því það er svo ótal margt,“ segir Davíð Sigurþórsson fararstjóri ferðarinnar. Davíð Sigurþórsson er fararstjóri ferðarinnar. „Þar spila inn þættir eins og glaðvært fólk, litrík menning, hvað það er þægilegt að eiga í samskiptum við innfædda, ótrúlega falleg náttúra og svo auðvitað maturinn sem er í algjörum sérflokki.“ Algjör veisla fyrir bragðlaukana. Hann segir að á ferðalögum sínum um heiminn hafi hann aldrei kynnst eins miklum fjölbreytileika þegar kemur að matargerð eins og í Taílandi. „Að heimsækja taílenskan veitingastað er einstök upplifun og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Taílendingar eru ekki einn þjóðernishópur heldur margir og það endurspeglast svo sannarlega í matargerðinni.“ Davíð hefur starfað við fararstjórn undanfarin 20 ár sem köfunarleiðsögumaður hér á landi, þrammað á fjöll og gengið fáfarnar leiðir um Ísland með forvitnum ferðalöngum og leitt Íslendinga um undur og ævintýri Asíu. Taílenskur matur er svo sannarlega fjölrbreyttur, litfagur og góður. Davíð er menntaður í siðfræði og ferðamálum á Íslandi, í Svíþjóð og Víetnam og hefur leitt metnaðarfulla leiðangra um Balí, Víetnam, Kambódíu og Taíland auk þess að ferðast víðar um Asíu og gjörvallan hnöttinn. Galdur og fjölbreytileiki í bland Taíland er yndislegt land og býr yfir svo mögnuðum galdri og fjölbreyttum og ólíkum hliðum segir Davíð en hann bjó þar í landi í fjögur ár. „Í þessari ferð ætlum við að kanna menninguna í gegnum mat og drykk þjóðarinnar, skoða fáfarin jafnt sem stórfræg hof og hallir til að skilja söguna og nálgast menninguna enn betur með því að eiga náðugar stundir í sveitum og þorpum til að taka púlsinn á margskiptu samfélaginu.“ Og meira um matinn, er annað hægt? Íslendingar hafa kynnst taílenskri matargerð hér á landi og á ferðalögum undanfarin ár og ættu að þekkja vinsælustu réttina. „Það má segja að hvert landsvæði hafi sinn matarstíl og einkennisrétti,“ segir Davíð. „Í norðri má nefna khao soj súpuna, í suðri rækju carpaccio og gerjað karrí með svínakjöti. Í austur hluta landsins er Som Tam salatið í öll mál og í kringum höfuðborgina Bangkok má finna mildari og fínlegri rétti, til dæmis stropuð og kæst egg, svöluhreiðurssúpu, reykta kókoskássu í bambus, maura eggjahræru, fiðrildalirfur steiktar með kafírlaufi svo dæmi séu tekin af sérkennilegum en um leið dásamlegum mat.“ Hópurinn frá Heimsferðum fær að bragða á mörgum þessara rétta með heimsóknum á fína veitingastaði með dúkklæddum borðum, á fjörugum wok stöðum í kínahverfinu eða í einhverri skrítinni búllu í öngstræti. Ferðalangar kynnast ólíkum hlutum Taílands Í ferðinni verður farið yfir ansi stórt landsvæði, til að mynda vestur að landamærum Myanmar við Kanchanaburi, upp í norðrið til Chiang Mai, um Ayutthaya, sem er gamli höfuðstaður Siam og hina frábærlega klikkuðu höfuðborg landsins, Bangkok, sem verður skoðuð ofan í kjölinn. „Þessi flotta ferð er sett saman með það í huga að kynna fólki ólíka hluta þessa víðfeðma og margslungna lands. Markmið okkar er að færa ferðalanga nærri þjóðinni með því að velja smærri og öðruvísi gististaði og borða á lítt þekktum og stundum hálf földum einstökum veitingastöðum. Það er von okkar hjá Heimsferðum að ferðin gefi tækifæri til að sjá ögn undir yfirborðið og ferðast jafnt lárétt sem lóðrétt um bæði land og menningu og skilja fólkið og landið.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. maí í Lions salnum Hlíðasmára 14 í Kópavogi og hefst hann kl. 16.30 og 17.30 (val um tvo tíma). Þar verður ferðin kynnt betur ásamt fleiri áfangastöðum eins og Víetnam, Balí og Mexíkó. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Ferðalög Sólin Taíland Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira