Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Jón Þór Stefánsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 17. maí 2025 16:59 Jörðin og gróðurinn voru sviðin eftir gróðureldinn sem kviknaði við Apavatn. Slökkviliðið hefur náð stjórn á sinueldi við Apavatn í Grímsnesi. Eldurinn kviknaði inni í sumarhúsabyggð, var umfangsmikill að stærð og komst nálægt sumarhúsum á svæðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu að útkall um eldinn hafi borist rétt fyrir klukkan fjögur. Slökkviliðsmenn frá Laugavatni, Selfossi og Reykholti voru ræstir út og hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins. Mynd af slökkviliði á vettvangi gróðueldsins. „Þetta gengur ágætlega, en þetta tekur svolítinn tíma. Svæðið er erfitt yfirferðar og það þarf að leggja út mikið af slöngum. Það fer talsverð vinna í það,“ sagði Lárus í samtali við fréttastofu um fimmleytið. Um 17:20 ræddi fréttastofa aftur við Lárus og þá höfðu slökkviliðsmenn á svæðinu náð stjórn á eldinum og áttu bara eftir að ráða niðurlögum hans endanlega. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu stórt svæði er undir eldinum né hver mögulega eldsupptök voru. Á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði var lággróður, tré og sumarhús. Að sögn Lárusar tókst að stöðva eldinn áður en hann náði sumarhúsum á svæðinu. Loks vildi Lárus minna fólk á hve mikilvægt er að fara varlega með eld, ekki síst í slíkum námunda við mikinn gróður. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is. Slökkvilið Grímsnes- og Grafningshreppur Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu að útkall um eldinn hafi borist rétt fyrir klukkan fjögur. Slökkviliðsmenn frá Laugavatni, Selfossi og Reykholti voru ræstir út og hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins. Mynd af slökkviliði á vettvangi gróðueldsins. „Þetta gengur ágætlega, en þetta tekur svolítinn tíma. Svæðið er erfitt yfirferðar og það þarf að leggja út mikið af slöngum. Það fer talsverð vinna í það,“ sagði Lárus í samtali við fréttastofu um fimmleytið. Um 17:20 ræddi fréttastofa aftur við Lárus og þá höfðu slökkviliðsmenn á svæðinu náð stjórn á eldinum og áttu bara eftir að ráða niðurlögum hans endanlega. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu stórt svæði er undir eldinum né hver mögulega eldsupptök voru. Á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði var lággróður, tré og sumarhús. Að sögn Lárusar tókst að stöðva eldinn áður en hann náði sumarhúsum á svæðinu. Loks vildi Lárus minna fólk á hve mikilvægt er að fara varlega með eld, ekki síst í slíkum námunda við mikinn gróður. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Slökkvilið Grímsnes- og Grafningshreppur Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira