Lífið

Sterkar vís­bendingar um að Céline Dion mæti í kvöld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Céline Dion sigraði Eurovison árið 1988.
Céline Dion sigraði Eurovison árið 1988. Getty

Gæti verið að Céline Dion verði með atriði á lokakvöldi Eurovision í kvöld? Stjórnendur hafa verið með loðin svör, og framkvæmd dómararennslis í gær bendir til þess að Céline muni stíga á svið í kvöld. 

Fréttamaður var viðstaddur rennslið líkt og lesa má um í greininni hér fyrir neðan. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var komið að einhverskonar skemmtiatriðum sem verða sýnd í kvöld áður en úrslitin eru kynnt. 

Margir hafa kallað eftir því að Céline Dion flytji lagið Ne Partez Pas Sans Moi á úrslitunum, sem hún sigraði Eurovision með fyrir Sviss árið 1988. 

Stjórnendur hafa þó sagt hana ekki mæta, en síðustu daga hafa svörin orðið loðnari og þeir ekki útilokað það. 

Í gær birtust svo sterkar vísbendingar um að Céline Dion muni stíga á svið í kvöld. Hún tók ekki þátt í rennslinu en spiluð voru sömu myndskilaboðin frá henni og spiluð voru í undankeppninni á þriðjudaginn. Á meðan stilltu sviðsmenn upp eins og annað atriði væri að hefjast, en voru búnir að ganga aftur frá þeirri sviðsmynd þegar myndbandinu lauk. Grunsamlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.