Baráttan um jólagestina hafin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 21:03 Úr auglýsingu Baggalúts fyrir jólatónleikana þar sem félagarnir eru með gaddfreðinn jólasvein og bíða þess að hann þiðni. Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma. Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Sjá meira
Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma.
Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp