Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:37 Maðurinn var handtekinn fyrr í vikunni, grunaður um að hafa stundað njósnir. Getty Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni. Fram hefur komið í sænskum fjölmiðlum að maðurinn hafi starfað hjá mörgum sendiráðum landsins víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvernig andlát mannsins bar að. Hann var handtekin á heimili sínu þar sem gerð var húsleit í tengslum við rannsókn málsins hvað snýr að meintum njósnum. Anton Strand, lögmaður mannsins hefur staðfest andlát skjólstæðings síns að því er fram kemur í frétt Expressen. Lögreglan hefur einnig staðfest að andlát mannsins sé til rannsóknar en tekur fram að ekki sé grunur um að það hafi borið að með saknæmum hætti. „Í nótt bárust mér þær sorglegu fréttir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins sé látinn. Hugur minn er hjá fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki starfsmannsins. Af virðingu við hinn látna mun ég ekki tjá mig um frekari smáatriði,“ hefur Aftonbladet eftir Mariu Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upplýsingar um andlát mannsins höfðu verið birtar innanhúss í utanríkisráðuneytinu í dag að því er fram kemur í umfjöllun Aftonbladet sem greinir frá því í morgun að hinn látni sé sá er var handtekinn grunaður um njósnir. „Því miður getum við staðfest að starfsmaður utanríkisþjónustunnar er látinn. Af tillitsemi við aðstandendur munum við ekki veita frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins til Aftonbladet. Lögreglan hefur ekki veitt nánari upplýsingar um hvað fellst í umræddum grun um njósnir, en meint brot eru sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 1. október til 11. maí. Maðurinn sem var handtekinn fyrr í vikunni var síðan látinn laus gegn tryggingu. Áður hefur verið haft eftir lögmanni mannsins að hann neiti öllum ásökunum um saknæmt athæfi. Sjá einnig: Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Samkvæmt frétt SVT tengdist handtaka diplómatans öðru máli sem varðar viðkvæmar myndir af nýskipuðum þjóðaröryggisráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar, Tobias Thyberg. Thyberg steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Saksóknari hefur ekki heldur viljað tjá sig um meint tengsl málanna að því er fram kemur í umfjöllun SVT. Svíþjóð Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Fram hefur komið í sænskum fjölmiðlum að maðurinn hafi starfað hjá mörgum sendiráðum landsins víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvernig andlát mannsins bar að. Hann var handtekin á heimili sínu þar sem gerð var húsleit í tengslum við rannsókn málsins hvað snýr að meintum njósnum. Anton Strand, lögmaður mannsins hefur staðfest andlát skjólstæðings síns að því er fram kemur í frétt Expressen. Lögreglan hefur einnig staðfest að andlát mannsins sé til rannsóknar en tekur fram að ekki sé grunur um að það hafi borið að með saknæmum hætti. „Í nótt bárust mér þær sorglegu fréttir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins sé látinn. Hugur minn er hjá fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki starfsmannsins. Af virðingu við hinn látna mun ég ekki tjá mig um frekari smáatriði,“ hefur Aftonbladet eftir Mariu Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upplýsingar um andlát mannsins höfðu verið birtar innanhúss í utanríkisráðuneytinu í dag að því er fram kemur í umfjöllun Aftonbladet sem greinir frá því í morgun að hinn látni sé sá er var handtekinn grunaður um njósnir. „Því miður getum við staðfest að starfsmaður utanríkisþjónustunnar er látinn. Af tillitsemi við aðstandendur munum við ekki veita frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins til Aftonbladet. Lögreglan hefur ekki veitt nánari upplýsingar um hvað fellst í umræddum grun um njósnir, en meint brot eru sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 1. október til 11. maí. Maðurinn sem var handtekinn fyrr í vikunni var síðan látinn laus gegn tryggingu. Áður hefur verið haft eftir lögmanni mannsins að hann neiti öllum ásökunum um saknæmt athæfi. Sjá einnig: Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Samkvæmt frétt SVT tengdist handtaka diplómatans öðru máli sem varðar viðkvæmar myndir af nýskipuðum þjóðaröryggisráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar, Tobias Thyberg. Thyberg steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Saksóknari hefur ekki heldur viljað tjá sig um meint tengsl málanna að því er fram kemur í umfjöllun SVT.
Svíþjóð Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira