„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2025 13:51 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs. Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira