Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar 15. maí 2025 12:02 Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Greiðslumiðlun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun