Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 19:58 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. „Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira