Innherji

Grein­endur hækka verðmöt sín á Ocu­lis sam­tímis góðum gangi í rann­sóknum

Hörður Ægisson skrifar
Líftæknifyrirtækið Oculis, skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, er með markaðsvirði upp á ríflega 120 milljarða.
Líftæknifyrirtækið Oculis, skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, er með markaðsvirði upp á ríflega 120 milljarða.

Góður framgangur í þróun og klínískum rannsóknum hjá Oculis hefur þýtt að greinendur erlendra fjármálastofnana hafa margir hverjir á síðustu dögum hækkað nokkuð verðmat sitt á líftæknifélaginu, sem er að þeirra mati verulega undirverðlagt á markaði um þessar mundir. Á það er bent að mikil tækifæri felist í lyfjapípu Oculis en félagið áformar að sækja um markaðsleyfi í Bandaríkjunum á seinni helmingi næsta árs fyrir sitt fyrsta lyf.


Tengdar fréttir

Brunnur skilar sex milljörðum til hlut­hafa með af­hendingu á bréfum í Oculis

Brunnur vaxtarsjóður, fyrsti kjölfestufjárfestirinn í Oculis, hefur skilað rúmlega sex milljörðum króna til hluthafa sinna með afhendingu á allri hlutafjáreign sjóðsins í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Oculis var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra og annar stofnenda Brunns, sem sat í stjórn félagsins um árabil, segir það alltaf hafa verið álit sitt að Oculis verði að lokum yfirtekið af einum af stóru alþjóðlegu lyfjarisunum þegar það fær markaðsleyfi fyrir sitt fyrsta lyf, líklega snemma árs 2026.

Gengi Ocu­lis í hæstu hæðum en er­lendir grein­endur telja það eiga mikið inni

Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×