Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2025 13:20 Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir fara í saumana á leynireglunni Illuminati í hlaðvarpsþáttum sínum Skuggavaldinu. vísir Hvað eiga Beyoncé, franska byltingin og breska konungsfjölskyldan sameiginlegt? Samkvæmt sumum eru þau öll útsendarar Illuminati – alræmds leynifélags sem, ef marka má kenningasmiði fortíðar og internetsins í dag, stýrir heiminum úr skugganum. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim. Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins – þeim síðari af tveimur um Illuminati-goðsögnina – beina prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann spjótum sínum að þrálátum samsæriskenningum um þessa dularfullu leynireglu sem sögð er teygja arma sína um sögu, stjórnmál og menningu: Frá byltingum til Beyoncé – þrálátar grunsemdir um að Illuminati leynireglan stjórni öllu á milli himins og jarðar Illuminati var í raun tiltölulega fámenn bræðraregla, stofnuð af lagaprófessornum Adam Weishaupt árið 1776, með það að markmiði að umbreyta samfélaginu í anda upplýsingarinnar, jafnréttis og trúfrelsis. Reglan varð skammlíf, en eftirmælin urðu þeim mun dramatískari. Ein lífseigasta goðsögn samtímans Í gegnum áratugi og aldir hafa samsæriskenningasmiðir ofið margslunginn vef þar sem Illuminati átti að hafa leikið lykilhlutverk í frönsku byltingunni, heimstyrjöldunum, bolsevíkabyltingunni í Rússlandi – og jafnvel stofnun Eurovision. Frímúrarar, Rothschildar, Rockefellerar, geimverur, rapparar og jafnvel Kardashian-fjölskyldan blandast öll í súpu sem er jafn bragðmikil og hún er langsótt. Forsaga þessara sagna er nokkurn veginn svona: Snemma á 19. öld tóku andstæðingar byltinga – einkum kaþólskir, konungssinnaðir höfundar – að útbreiða kenningar um að Illuminati hefði staðið að baki frönsku byltingunni. Frímúrarastúkum var blandað í málið, og úr varð heill hugmyndafræðilegur grautur sem óx að umfangi með hverri kynslóð. Sagan um Illuminati er ekki síst merkileg fyrir það hvernig leynifélag, sem í raun entist vart í áratug á ofanverðri 18. öld, hefur orðið að einni lífseigustu goðsögn samtímans – tákni fyrir hið ósýnilega vald sem fólk víða um heim óttast enn. Auk þess að hafa komið á frönsku stjórnarbyltingunni er Illuminati grunað um að hafa staðið að baki heimstyrjöldum og að vera hin ógnarþrungna nýja heimsskipan – The New World Order. Í samtímanum er Illuminati sagt hafa staðið á bak við fjármálakrísur og farsóttir – þar trónir COVID-19-faraldurinn sem nýjasta afrekið. Raunveruleg trú á alheimsráðabrugg Sagan ferðaðist víða og losnaði smám saman úr tengslum við Weishaupt og stofnendurna á átjándu öld. Illuminati varð að táknmynd fyrir allt sem talið er stjórna heiminum úr skugganum: frá alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og NATO til tæknirisa, banka og menningarelítu. Tónlistarmennirnir Jay-Z og Beoncie hafa bæði komið við sögu í lífseigum sögusögnum um Illuminati. Frá dauða konunga og byltingum til tákna í auglýsingum, rapptónlist og Hollywood er Illuminati víða notað til að skýra veröld sem margir upplifa sem sífellt óskiljanlegri. Í þættinum fara þau Hulda og Eiríkur ofan í það hvað geri langsóttar sögur um löngu liðna bræðrareglu frá Bæjaralandi í Þýskalandi svona langlífar. En að baki býr ekki síður menningarleg þörf fyrir einfaldar skýringar heldur en raunveruleg trú á alheimsráðabrugg. Úr þessu hefur orðið menningarfyrirbæri sem virðist nærast á stöðugt endurnýjaðri goðsagnagerð. Illuminati lifir nú í menningunni, í hrollvekjum, popplögum og kenningum á netinu – og í því samhengi hefur litla leynireglan úr Bæjaralandi náð þeim heimsveldismarkmiðum sem það einu sinni setti sér: að móta hugmyndir fólks út um heim.
Skuggavaldið Hlaðvörp Tengdar fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23 Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Goðsögnin um Illuminati-leyniregluna er ein sú lífseigasta í sögu samsæriskenninga enda er hugmyndin um ósýnilega valdaklíku sem stýri framgangi mannkynssögunnar í senn heillandi og ógnvekjandi. 28. apríl 2025 10:23
Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. 15. apríl 2025 14:08