Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 11:00 Dennis Rohan hefur nú verið dæmdur fyrir sinn þátt í dauða eiginkonu hans, Melissu Hoskins. Getty/Ewan Bootman Ástralinn Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hafa orðið eiginkonu sinni, Melissu Hoskins, að bana með því að aka bíl yfir hana. Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins. Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins.
Hjólreiðar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira