Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2025 19:15 Steina Gunnarsdóttir er doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“ Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi við matvæla- og næringafræðideild við HÍ fjallaði um rannsókn sína á neyslu landsmanna á gjörunnum matvælum á málþingi Matís í dag. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. Innihaldslýsingin er löng og þá er slík fæða jafnan orkuþétt, næringarsnauð, inniheldur oft viðbættan sykur, mikið salt og gæði fitunnar er lakara. Steina notaði gögn úr Landskönnun á mataræði Íslendinga til að kortleggja neyslu á gjörunnum matvælum. „Þá erum við að sjá að það er tæplega helmingur orkuinntökunnar, 45% hennar kemur frá gjörunnum matvælum og við erum að sjá að hópurinn sem borðar mest af þeim vantar mikilvæga fæðuhópa,“ segir Steina.Hlutfallið er til samanburðar um 20% á Ítalíu og 80% í Bandaríkjunum. Steina segir ekki nauðsynlegt að forðast slík matvæli eins og heitan eldinn, betra sé að auka vægi heilnæmrar fæðu.„Það eru ekki vísbendingar um að við eigum að forðast þær alfarið en það eru þó vísbendingar um tengsl við ákveðna langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki 2 og svo framvegis.“Steina skipti úrtakinu upp í fjóra jafn stóra hópa eftir hlutfalli gjörunninnar fæðu. Hlutfallið nam tuttugu og fjórum prósentum hjá þeim fjórðungi sem minnst neytti af gjöruninni fæðu á meðan hlutfallið nam sextíu og þremur prósentum hjá þeim sem mest neytti slíkrar fæðu. Steina bar þessa tvo hópa saman.„Við sjáum að þau eru með aukna orkuinntöku og eru að borða meira af viðbættum sykri en vantar einnig þessa mikilvægu fæðuhópa eins og ávexti og grænmeti, heilkorn, fisk, hnetur og fræ.“
Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. 13. maí 2025 08:32