Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 14:01 Dagbjartur Sigurbrandsson stóð sig frábærlega undir pressu, þegar myrkrið var að skella á, í Illinois í gærkvöld og komst á lokastig úrtökumótsins fyrir US Open. mynd/@metamateurga Ísland mun eiga tvo fulltrúa á lokastigi úrtökumótsins fyrir US Open risamótið í golfi, eftir að Dagbjartur Sigurbrandsson kom sér þangað með hádramatískum hætti, í bráðabana. Dagbjartur, eða Dabbi eins og hann er kallaður á heimasíðu US Open, keppti á undamóti í Illinois í gær þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti á lokastiginu. Hann lék hringinn á -2 höggum og þurfti svo að bíða lengi eftir öðrum kylfingum áður en ljóst varð að hann þyrfti að fara í fimm manna bráðabana um tvö síðustu lausu sætin. Og það var nánast komið myrkur þegar Dagbjartur tryggði sér farseðilinn á lokastig úrtökumótsins, eftir þriggja holu bráðabana. Áður var ljóst að Gunnlaugur Árni Sveinsson færi á lokastigið sem einn af fimmtíu efstu á heimslista áhugakylfinga. Lokastigið skiptist í alls þrettán 36 holu mót, þrjú sem fara fram 19. maí og tíu sem fara fram 2 júní, og á hverju þeirra er ákveðinn fjöldi farseðla í boði á sjálft Opna bandaríska mótið. Í fyrra komust alls 73 af 937 þátttakendum í gegnum lokastigið og inn á mótið. US Open fer svo fram á Oakmont Country Club um miðjan júní. Golf Opna bandaríska Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dagbjartur, eða Dabbi eins og hann er kallaður á heimasíðu US Open, keppti á undamóti í Illinois í gær þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti á lokastiginu. Hann lék hringinn á -2 höggum og þurfti svo að bíða lengi eftir öðrum kylfingum áður en ljóst varð að hann þyrfti að fara í fimm manna bráðabana um tvö síðustu lausu sætin. Og það var nánast komið myrkur þegar Dagbjartur tryggði sér farseðilinn á lokastig úrtökumótsins, eftir þriggja holu bráðabana. Áður var ljóst að Gunnlaugur Árni Sveinsson færi á lokastigið sem einn af fimmtíu efstu á heimslista áhugakylfinga. Lokastigið skiptist í alls þrettán 36 holu mót, þrjú sem fara fram 19. maí og tíu sem fara fram 2 júní, og á hverju þeirra er ákveðinn fjöldi farseðla í boði á sjálft Opna bandaríska mótið. Í fyrra komust alls 73 af 937 þátttakendum í gegnum lokastigið og inn á mótið. US Open fer svo fram á Oakmont Country Club um miðjan júní.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira