„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 11:32 Fyrirliðinn Millie Bright fagnar sjötta titli Chelsea í röð. Morgan Harlow/Getty Images Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira