„Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. maí 2025 23:12 Toby Nowlan er leikstjóri kvikmyndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Nýjasta mynd Davids Attenborough var frumsýnd í Smárabíó með tilheyrandi pompi og prakt með leikstjóranum viðstöddum. Hann segir skilaboð Attenborough vera þau þýðingarmestu til þessa. Myndin ber heitið Hafið, eða Ocean á frummálinu, og var heimsfrumsýnd í London fyrr í vikunni. Í kvöld fór svo fram sérstök frumsýning á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavina og NASF. „Við vorum svo heppin að það tóku sig saman nokkur umhverfis- og dýraverndunarsamtök og óskuðu eftir því að fá að búa til svona hátíðarfrumsýningu hér á Íslandi. Þannig að leikstjórinn kemur ennþá í þreytukasti beint eftir frumsýninguna beint til okkar sem er mikill heiður,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún kom að uppsetningu sýningarinnar hérlendis. „Við erum að hugsa það að Ísland sem eyja og mikil þjóð hafsins þarf að fara byrja þetta samtal almennilega um hvernig eiga að vernda hafið okkar. Það er það sem að David, sem er náttúrulega kóngurinn, segir sjálfur í myndinni að við verðum að vernda hafið. Það eru hans niðurstaða eftir öll þessi 99 ár á þessari jörð að rannsaka hana og hennar vistkerfi, að hafið sé það mikilvægasta. Það er boðskapurinn í myndinni.“ Katrín Oddsdóttir var viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar í kvöld.Vísir/Sigurjón Toby Nowlan, leikstjóri kvikmyndarinnar, er staddur hérlendis og náði Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2 tali af honum. „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð David Attenborough til þessa. Þetta er mikilvægasta saga sem hann hefur nokkru sinni sagt. Það verður varla brýnna en þetta. Myndin var frumsýnd í þessari viku á 99 ára afmælinu hans. Þetta er kvikmyndaviðburður sem við vonumst sannarlega að marki tímamót, snúi við blaðinu og hjálpi til við að bjarga hafinu,“ sagði Nowlan. Hann segir það lukku Íslendinga að vera umlukta hafi og vonar að myndin höfði til allra. Myndin sé persónulegasta verk Attenborough hingað til og að hann eigi mögulega enn eitthvað eftir, þrátt fyrir að vera orðinn 99 ára. Hann náði þeim merka áfanga 8. maí. „Hann er ótrúlegur. Hann vinnur nánast á hverjum degi og varð 99 ára í þessari viku. Ef að við yrðum svona 99 ára að aldri yrðum við glöð. Einn daginn vorum við við tökur á ísköldum degi á suðurströnd Englands. Það var alskýjað og veðrið var leiðinlegt. Hitinn var eitt eða tvö stig í byrjun mars. Hann fór með upphafs- og lokaorð myndarinnar um hvernig hann hefur lifað í hundrað ár en gerir sér grein fyrir því að ekkert er mikilvægara en hafið.“ Vonast til að kvikmyndin hreyfi við fólki Katrín ber vonir til þess að kvikmyndin muni vekja upp umræðu í samfélaginu um hafvernd þar sem Íslendingar séu þjóð hafsins. „Það verða fulltrúar frá öllum flokkum hér í kvöld og mikið af fólki sem er í sjávarútveginum, fullt af fræðimönnum og alls konar stofnunum. Þannig að kannski nær þessi mynd að búa til eitthvert upphaf á þverfaglegu samtali þar sem allir sammælast um það að gera þetta saman því þetta er hagur okkar allra að vernda náttúruna og sérstaklega hafið,“ segir hún. Ýmis málefni sem varða Íslendinga, líkt og togaraveiðar, eru tekin fyrir í kvikmyndinni. „Það er fullt af slíkum aðferðum sem við vonum að hefjist nú af fullum krafti og myndin verði einhvers konar byrjunarpunktur í því að fólk fari að tala saman af fullri alvöru og framkvæma þessa mikilvægu hluti sem við verðum að gera til að vernda hafið,“ segir Katrín. Hafið Umhverfismál Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Myndin ber heitið Hafið, eða Ocean á frummálinu, og var heimsfrumsýnd í London fyrr í vikunni. Í kvöld fór svo fram sérstök frumsýning á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavina og NASF. „Við vorum svo heppin að það tóku sig saman nokkur umhverfis- og dýraverndunarsamtök og óskuðu eftir því að fá að búa til svona hátíðarfrumsýningu hér á Íslandi. Þannig að leikstjórinn kemur ennþá í þreytukasti beint eftir frumsýninguna beint til okkar sem er mikill heiður,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún kom að uppsetningu sýningarinnar hérlendis. „Við erum að hugsa það að Ísland sem eyja og mikil þjóð hafsins þarf að fara byrja þetta samtal almennilega um hvernig eiga að vernda hafið okkar. Það er það sem að David, sem er náttúrulega kóngurinn, segir sjálfur í myndinni að við verðum að vernda hafið. Það eru hans niðurstaða eftir öll þessi 99 ár á þessari jörð að rannsaka hana og hennar vistkerfi, að hafið sé það mikilvægasta. Það er boðskapurinn í myndinni.“ Katrín Oddsdóttir var viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar í kvöld.Vísir/Sigurjón Toby Nowlan, leikstjóri kvikmyndarinnar, er staddur hérlendis og náði Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2 tali af honum. „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð David Attenborough til þessa. Þetta er mikilvægasta saga sem hann hefur nokkru sinni sagt. Það verður varla brýnna en þetta. Myndin var frumsýnd í þessari viku á 99 ára afmælinu hans. Þetta er kvikmyndaviðburður sem við vonumst sannarlega að marki tímamót, snúi við blaðinu og hjálpi til við að bjarga hafinu,“ sagði Nowlan. Hann segir það lukku Íslendinga að vera umlukta hafi og vonar að myndin höfði til allra. Myndin sé persónulegasta verk Attenborough hingað til og að hann eigi mögulega enn eitthvað eftir, þrátt fyrir að vera orðinn 99 ára. Hann náði þeim merka áfanga 8. maí. „Hann er ótrúlegur. Hann vinnur nánast á hverjum degi og varð 99 ára í þessari viku. Ef að við yrðum svona 99 ára að aldri yrðum við glöð. Einn daginn vorum við við tökur á ísköldum degi á suðurströnd Englands. Það var alskýjað og veðrið var leiðinlegt. Hitinn var eitt eða tvö stig í byrjun mars. Hann fór með upphafs- og lokaorð myndarinnar um hvernig hann hefur lifað í hundrað ár en gerir sér grein fyrir því að ekkert er mikilvægara en hafið.“ Vonast til að kvikmyndin hreyfi við fólki Katrín ber vonir til þess að kvikmyndin muni vekja upp umræðu í samfélaginu um hafvernd þar sem Íslendingar séu þjóð hafsins. „Það verða fulltrúar frá öllum flokkum hér í kvöld og mikið af fólki sem er í sjávarútveginum, fullt af fræðimönnum og alls konar stofnunum. Þannig að kannski nær þessi mynd að búa til eitthvert upphaf á þverfaglegu samtali þar sem allir sammælast um það að gera þetta saman því þetta er hagur okkar allra að vernda náttúruna og sérstaklega hafið,“ segir hún. Ýmis málefni sem varða Íslendinga, líkt og togaraveiðar, eru tekin fyrir í kvikmyndinni. „Það er fullt af slíkum aðferðum sem við vonum að hefjist nú af fullum krafti og myndin verði einhvers konar byrjunarpunktur í því að fólk fari að tala saman af fullri alvöru og framkvæma þessa mikilvægu hluti sem við verðum að gera til að vernda hafið,“ segir Katrín.
Hafið Umhverfismál Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira