„Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. maí 2025 23:12 Toby Nowlan er leikstjóri kvikmyndarinnar. Vísir/Ívar Fannar Nýjasta mynd Davids Attenborough var frumsýnd í Smárabíó með tilheyrandi pompi og prakt með leikstjóranum viðstöddum. Hann segir skilaboð Attenborough vera þau þýðingarmestu til þessa. Myndin ber heitið Hafið, eða Ocean á frummálinu, og var heimsfrumsýnd í London fyrr í vikunni. Í kvöld fór svo fram sérstök frumsýning á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavina og NASF. „Við vorum svo heppin að það tóku sig saman nokkur umhverfis- og dýraverndunarsamtök og óskuðu eftir því að fá að búa til svona hátíðarfrumsýningu hér á Íslandi. Þannig að leikstjórinn kemur ennþá í þreytukasti beint eftir frumsýninguna beint til okkar sem er mikill heiður,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún kom að uppsetningu sýningarinnar hérlendis. „Við erum að hugsa það að Ísland sem eyja og mikil þjóð hafsins þarf að fara byrja þetta samtal almennilega um hvernig eiga að vernda hafið okkar. Það er það sem að David, sem er náttúrulega kóngurinn, segir sjálfur í myndinni að við verðum að vernda hafið. Það eru hans niðurstaða eftir öll þessi 99 ár á þessari jörð að rannsaka hana og hennar vistkerfi, að hafið sé það mikilvægasta. Það er boðskapurinn í myndinni.“ Katrín Oddsdóttir var viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar í kvöld.Vísir/Sigurjón Toby Nowlan, leikstjóri kvikmyndarinnar, er staddur hérlendis og náði Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2 tali af honum. „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð David Attenborough til þessa. Þetta er mikilvægasta saga sem hann hefur nokkru sinni sagt. Það verður varla brýnna en þetta. Myndin var frumsýnd í þessari viku á 99 ára afmælinu hans. Þetta er kvikmyndaviðburður sem við vonumst sannarlega að marki tímamót, snúi við blaðinu og hjálpi til við að bjarga hafinu,“ sagði Nowlan. Hann segir það lukku Íslendinga að vera umlukta hafi og vonar að myndin höfði til allra. Myndin sé persónulegasta verk Attenborough hingað til og að hann eigi mögulega enn eitthvað eftir, þrátt fyrir að vera orðinn 99 ára. Hann náði þeim merka áfanga 8. maí. „Hann er ótrúlegur. Hann vinnur nánast á hverjum degi og varð 99 ára í þessari viku. Ef að við yrðum svona 99 ára að aldri yrðum við glöð. Einn daginn vorum við við tökur á ísköldum degi á suðurströnd Englands. Það var alskýjað og veðrið var leiðinlegt. Hitinn var eitt eða tvö stig í byrjun mars. Hann fór með upphafs- og lokaorð myndarinnar um hvernig hann hefur lifað í hundrað ár en gerir sér grein fyrir því að ekkert er mikilvægara en hafið.“ Vonast til að kvikmyndin hreyfi við fólki Katrín ber vonir til þess að kvikmyndin muni vekja upp umræðu í samfélaginu um hafvernd þar sem Íslendingar séu þjóð hafsins. „Það verða fulltrúar frá öllum flokkum hér í kvöld og mikið af fólki sem er í sjávarútveginum, fullt af fræðimönnum og alls konar stofnunum. Þannig að kannski nær þessi mynd að búa til eitthvert upphaf á þverfaglegu samtali þar sem allir sammælast um það að gera þetta saman því þetta er hagur okkar allra að vernda náttúruna og sérstaklega hafið,“ segir hún. Ýmis málefni sem varða Íslendinga, líkt og togaraveiðar, eru tekin fyrir í kvikmyndinni. „Það er fullt af slíkum aðferðum sem við vonum að hefjist nú af fullum krafti og myndin verði einhvers konar byrjunarpunktur í því að fólk fari að tala saman af fullri alvöru og framkvæma þessa mikilvægu hluti sem við verðum að gera til að vernda hafið,“ segir Katrín. Hafið Umhverfismál Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Myndin ber heitið Hafið, eða Ocean á frummálinu, og var heimsfrumsýnd í London fyrr í vikunni. Í kvöld fór svo fram sérstök frumsýning á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavina og NASF. „Við vorum svo heppin að það tóku sig saman nokkur umhverfis- og dýraverndunarsamtök og óskuðu eftir því að fá að búa til svona hátíðarfrumsýningu hér á Íslandi. Þannig að leikstjórinn kemur ennþá í þreytukasti beint eftir frumsýninguna beint til okkar sem er mikill heiður,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður en hún kom að uppsetningu sýningarinnar hérlendis. „Við erum að hugsa það að Ísland sem eyja og mikil þjóð hafsins þarf að fara byrja þetta samtal almennilega um hvernig eiga að vernda hafið okkar. Það er það sem að David, sem er náttúrulega kóngurinn, segir sjálfur í myndinni að við verðum að vernda hafið. Það eru hans niðurstaða eftir öll þessi 99 ár á þessari jörð að rannsaka hana og hennar vistkerfi, að hafið sé það mikilvægasta. Það er boðskapurinn í myndinni.“ Katrín Oddsdóttir var viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar í kvöld.Vísir/Sigurjón Toby Nowlan, leikstjóri kvikmyndarinnar, er staddur hérlendis og náði Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2 tali af honum. „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð David Attenborough til þessa. Þetta er mikilvægasta saga sem hann hefur nokkru sinni sagt. Það verður varla brýnna en þetta. Myndin var frumsýnd í þessari viku á 99 ára afmælinu hans. Þetta er kvikmyndaviðburður sem við vonumst sannarlega að marki tímamót, snúi við blaðinu og hjálpi til við að bjarga hafinu,“ sagði Nowlan. Hann segir það lukku Íslendinga að vera umlukta hafi og vonar að myndin höfði til allra. Myndin sé persónulegasta verk Attenborough hingað til og að hann eigi mögulega enn eitthvað eftir, þrátt fyrir að vera orðinn 99 ára. Hann náði þeim merka áfanga 8. maí. „Hann er ótrúlegur. Hann vinnur nánast á hverjum degi og varð 99 ára í þessari viku. Ef að við yrðum svona 99 ára að aldri yrðum við glöð. Einn daginn vorum við við tökur á ísköldum degi á suðurströnd Englands. Það var alskýjað og veðrið var leiðinlegt. Hitinn var eitt eða tvö stig í byrjun mars. Hann fór með upphafs- og lokaorð myndarinnar um hvernig hann hefur lifað í hundrað ár en gerir sér grein fyrir því að ekkert er mikilvægara en hafið.“ Vonast til að kvikmyndin hreyfi við fólki Katrín ber vonir til þess að kvikmyndin muni vekja upp umræðu í samfélaginu um hafvernd þar sem Íslendingar séu þjóð hafsins. „Það verða fulltrúar frá öllum flokkum hér í kvöld og mikið af fólki sem er í sjávarútveginum, fullt af fræðimönnum og alls konar stofnunum. Þannig að kannski nær þessi mynd að búa til eitthvert upphaf á þverfaglegu samtali þar sem allir sammælast um það að gera þetta saman því þetta er hagur okkar allra að vernda náttúruna og sérstaklega hafið,“ segir hún. Ýmis málefni sem varða Íslendinga, líkt og togaraveiðar, eru tekin fyrir í kvikmyndinni. „Það er fullt af slíkum aðferðum sem við vonum að hefjist nú af fullum krafti og myndin verði einhvers konar byrjunarpunktur í því að fólk fari að tala saman af fullri alvöru og framkvæma þessa mikilvægu hluti sem við verðum að gera til að vernda hafið,“ segir Katrín.
Hafið Umhverfismál Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira