Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 15:45 Joel Bengtsson afrekaði það að keppa á EM og HM en fékk sleggju í höfuðið áður en Ólympíudraumurinn gat ræst. Getty/Istvan Derencsenyi Sænski frjálsíþróttamaðurinn Joel Bengtsson var að æfa sig fyrir Ólympíuleikana í París þegar sleggju var kastað í höfuð hans. Hann segir ótrúlegt að hann hafi lifað af og er þakklátur þó að afreksferlinum hafi lokið við höggið. Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Sjá meira
Bengtsson hefur nú í fyrsta sinn rætt um slysið í viðtali við sænska miðilinn Expressen. Hann var 24 ára og búinn að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Búdapest 2023, þegar hann hvarf af sjónarsviði frjálsíþróttanna. Nú vill hann bara geta átt eðlilegt líf. Bengtsson var á æfingu í Bandaríkjunum, haustið 2023, þegar hann fékk sleggjuna í höfuðið. „Ég missti ekki meðvitund en það var blóð úti um allt og ég vissi að það væri ekki gott. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að ennið mitt hafði brotnað í litla bita og beinið við kinnholurnar var alveg kramið,“ sagði Bengtsson. „Það er ótrúlegt að ég hafi lifað af. Læknarnir sögðu mér að ef að sleggjan hefði farið nokkrum millímetrum lengra inn þá væri ég dáinn,“ sagði Bengtsson. Það eina sem sést er lítið ör Svíinn þurfti að gangast undir aðgerð þar sem læknarnir reyndu að endurgera beinin að fullu. „Það er frekar ótrúlegt en það eina sem sést á mér eftir þetta er fjögurra sentímetra langt ör í andlitinu. Lýtalæknirinn stóð sig frábærlega því annars hefði ég verið með stórt gat í höfðinu,“ saði Bengtsson. Glímir enn við bólgu og verki Við tók langt og strangt endurhæfingarferli en eftir nokkra mánuði gat Bengtsson byrjað léttar æfingar að nýju. Honum leið betur og betur, og þó að hann næði ekki að keppa neitt í fyrra þá virtist útlitið gott þar til að kom að alvarlegu bakslagi. „Ég vaknaði einn morguninn og höfuðið var ótrúlega bólgið og ég fann mikinn verk. Mér leið illa í nokkrar vikur,“ sagði Bengtsson. Hann hitti lækninn sinn sem vonaðist til að Bengtsson myndi jafna sig en þegar það gekk ekki þá þurfti hann að fara í aðra aðgerð, í byrjun þessa árs. Það hefur ekki hjálpað nægilega mikið. „Ég er enn að glíma við vandamál dags daglega vegna bólgu og slæmra verkja. Ég hef hitt tugi lækna en það veit enginn hvert vandamálið er,“ sagði Bengtsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Sjá meira