Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 15:00 Freyr Alexandersson tók við Brann í janúar. Mynd: Brann SK Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni. Norski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Norski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira