Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 11:54 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í vikunni og mælist með tæp 30 prósent í könnunum á landsvísu. Aðeins um fjórðungur kjósenda vill flokkinn þó í ríkisstjórn. Vísir/EPA Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira