Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 8. maí 2025 10:01 Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun