Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:02 Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar