Erlent

Her­þota hrapaði til jarðar í Finn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Herþotan var af gerðinni F/A-18 Hornet. Myndin er úr safni.
Herþotan var af gerðinni F/A-18 Hornet. Myndin er úr safni. Getty

Finnsk herþota hrapaði til jarðar nærri flugvellinum í Rovaniemi í morgun. Flugmaður þotunnar náði að bjarga sjálfum sér með því að skjóta sér úr vélinni.

Finnski flugherinn greinir frá þessu en slysið var um klukkan átta í morgun, eða klukkan 11 að staðartíma. Þar segir að flugherinn hafi verið í samskiptum við flugmanninn eftir slysið.

Á finnskum fréttasíðum má sjá að mikinn reyk lagði frá slysstaðnum. Herþotan var af gerðinni F/A-18 Hornet.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað varð til þess að slysið varð, en mikill viðbúnaður er á staðnum.

Flugherinn greinir frá því að frekari upplýsingar um slysið verði veittar síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×