Fótbolti

Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta ein­vígi ársins

Sindri Sverrisson skrifar
Francesco Acerbi og Hakan Calhanoglu eru komnir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir stórkostlegt einvígi við Barcelona.
Francesco Acerbi og Hakan Calhanoglu eru komnir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir stórkostlegt einvígi við Barcelona. Getty

Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi.

Hörður Magnússon lýsti leiknum í Mílanó í gær með tilþrifum og í spilaranum hér að neðan má sjá mörkin í lýsingu hans, úr 4-3 sigri Inter.

Klippa: Mörk Inter og Barcelona

Inter komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Lisandro Martínez sem svo fiskaði vítaspyrnu sem Hakan Calhanoglu skoraði úr.

Á fyrsta korterinu í seinni hálfleik náði Barcelona hins vegar að jafna þegar Gerard Martín lagði upp mörk fyrir Eric García og Dani Olmo.

Börsungar virtust svo vera að tryggja sér sigur þegar Raphinha skoraði á 87. mínútu en Inter leitaði allra leiða til að jafna metin og tókst það með marki Francesco Acerbi í uppbótartíma. Fagnaðarlæti hans bentu vissulega til að þar væri 37 ára miðvörður á ferð, þó að afgreiðslan gerði það ekki.

Í framlengingunni var það svo Davide Frattesi sem reyndist hetja Inter þegar hann skoraði á 99. mínútu. Magnað einvígi á enda sem lauk með 7-6 sigri Inter-manna því liðin höfðu áður gert 3-3 jafntefli á Spáni í leik með stórkostlegum mörkum.

Í kvöld ræðst svo hvort það verður PSG eða Arsenal sem mætir Inter í úrslitaleiknum 31. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×