Sport

Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmönnum Pittsburgh Pirates og Chicago Cubs var skiljanlega brugðið eftir að maður féll niður úr stúkunni á PNC Park. Gera þurfti tíu mínútna hlé á leiknum meðan hugað var að honum.
Leikmönnum Pittsburgh Pirates og Chicago Cubs var skiljanlega brugðið eftir að maður féll niður úr stúkunni á PNC Park. Gera þurfti tíu mínútna hlé á leiknum meðan hugað var að honum. getty/Joe Sargent

Maðurinn sem féll sex metra niður úr stúkunni á PNC Park, heimavelli hafnaboltaliðsins Pittsburgh Pirates, fyrir nokkrum dögum er á batavegi.

Á miðvikudaginn féll hinn tvítugi Kevin Markwood úr stúkunni á PNC Park og niður á völlinn á meðan leik Pirates og Chicago Cubs stóð. Talið er að fallið hafi verið um sex metrar.

Markwood var fluttur á sjúkrahús og ástand hans talið alvarlegt. Hann er hins vegar á batavegi og samkvæmt Jennifer Philips, konu sem setti upp söfnunarsíðu fyrir Markwood, gekk hann í fyrsta sinn eftir slysið í gær.

„Kav tók sín fyrstu skref í dag! Þetta er hægt ferli en að sjá hann á fótum og hreyfa sig var stór sigur og gladdi alla. Enn er langt í land. Hann brotnaði á hálsi, viðbeini og baki svo það eru hindranir í veginum,“ sagði Philips en safnast hafa 41 þúsund dollararar (5,3 milljónir íslenskra króna) af þeim 45 þúsund dollurum (5,9 milljónir íslenskra króna) sem hún stefndi að því að safna fyrir.

Markwood spilaði amerískan fótbolta fyrir Wheeling Jesuit háskólann í Vestur-Virginíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×