Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:02 Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun