Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar 5. maí 2025 19:32 Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ísrael er búið að tortríma Gaza. Allir lífsnauðsynlegir innviðir eru ónýtir, vatnsból og gróðurlendi eru menguð og skemmd. Búfénaður er dáinn og gróðurhúsin eru ónýt. Allir háskólar hafa verið sprengdir og heilbrigðiskerfið er í rúst eftir skipulagðar árasir á heilbrigiðisstarfsfólk og sjúkrahús. Ísraelar hafa stöðvað allan innflutning á mat, heilbrigðisvörum, vatni og rafmagni í meira en 60 daga. Allir eru vannærðir og börn eru byrjuð að svelta til dauða. Fjöldi þeirra barna sem verða hungurmorða mun aukast hratt og önnur börn munu bera merki þess alla ævi. Sprengjuárásir Ísraelshers munu drepa fleiri í hvert skipti vegna víxlverkandi áhrifa hungurs og sprengjusára. Við höfum horft á þjóðarmorðið á Gaza í beinu streymi í 20 mánuði og aðgerðarleysi ríkisstjórna heimsins. Ráðamenn segja að aðgerðir séu ótímabærar, erfiðar og gagnslausar. Að það sé búið að gera svo margt og það þurfi að treysta á samtalið. Ráðamenn eru að ljúga. Við vitum að þjóðarmorð Ísraels verður stöðvað með alþjóðlegri sniðgöngu, útskúfun og einangrun Ísraels. Rekum Ísrael úr Sameinuðu þjóðunum, bönnum þeim að taka þátt í íþróttaviðburðum og hendum þeim úr Eurovision. Handtökum alla þá sem tekið hafa þátt í eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir og slítum stjórnmálasambandi. Samtalið er búið. Rjúfum herkvínna á Gaza og sendum skipaflota Íslands með mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Það er skylda okkar að stöðva þjóðarmorð. Ísraelsher ætlar nú að innlima Gaza og klára þjóðernishreinsanirnar sem hófust fyrir 77 árum. Þetta verður að stöðva. Við ætlum ekki að vorkenna okkur. Eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf. Við skuldum Gaza hugrekki okkar, þrautseigju og þrótt. Gaza gefst ekki upp og við gefumst ekki upp. Mótmælum við ríkisstjórnarfund á Hverfisgötu 4 klukkan 8:45 í fyrramálið, þriðjudaginn 6. maí og krefjumst þess að ríkisstjórnin beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar